Hvort sem þetta er misskilningur eða gert af ásettu ráði, þá er þetta rangt með orð farið:

Það er oft talað um nýju Dimmu Borgir og Cradle Of Filth sem Goth Metal, því þeir urðu auðhlustanlegri og meira mainstream, á kostnað black metal keyrslunar, auk þess að bæta miklum keyboard soundeffectum og ambience við tónlistina sína.
En það gerir þau ekki að GOTH METAL, því Goth metall er upprunið af Doom Metal, sbr. My Dying Bride og Paradise Lost.

Þessi “Nýja” stefna Dimmu Borga og Cradle of Filth á jafn mikin rétt á sér innan blakc metals og þegar Bathory, emperor og mayhem þróuðust út frá Venom.

DB og Cof, er næsta kynslóð BM´s sem kallars Symphonic Black Metal, sama þótt að sumir íhaldsamir BM aðdáendur vilja ekki viðurkenna það.

Tónlistarstefnur þróast og ala af sér undirgeira, hafa alltaf gert það og munu alltaf gera það. Það er ekki hægt að henda böndum í aðrar stefnur þegar þær verða of vinsælar fyrir stefnuna.
Það er amk. mín skoðun.

Crestfallen