Ég var að keyra heim áðan og gróf upp skrifaðan disk í bílnum (djöfull sökkar samt að vera ekki lengur með spilara sem spilar mp3 diska). Ég hafði einhvern grun um hvaða lög voru á honum en rétt áður en ég kom heim kom bomban, Time is mine. Þetta er svo rosalegt lag. Ég sat útí bíl og hlustaði á það allt áður en ég fór inn. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta af plötunni Iommi sem kom út árið 2000. Svona er track listinn:

Laughing Man (In The Devil Mask)
Feat. Henry Rollins
Meat
Feat. Skin
Goodbye Lament
Feat. Dave Grohl
Time Is Mine
Feat. Philip Anselmo
Patterns
Feat. Serj Tankian
Black Oblivion
Feat. Billy Corgan
Flame On
Feat. Ian Astbury
Just Say No To Love
Feat. Peter Steele
Who's Fooling Who
Feat. Ozzy
Into The Night
Feat. Billy Idol

Eins og sjá má er þarna er um mjög áhugavert line-up að ræða, fullt af frábærum söngvurum að því ógleymdu að Tony Iommi er mjög fær tónlistarmaður. Ég heyrði Time is mine einhverntíman fyrir löngu og var því mjög spenntur fyrir disknum en hann var í rauninni bara vonbrigði. Einu lögin sem gripu mig voru Time is mine og The bastard. Hin einhvern veginn voru bara að hjakka í einhverri meðalmennsku. Kannski maður þyrfti að hlusta á þetta aftur?

En annars, það er í rauninni enginn tilgangur með þessum pósti. Langaði bara að deila þessari lífsreynslu minni með einhverjum og kannski koma af stað einhverri umræðu um þennan disk. Time is mine stendur óneitanlega uppúr honum og er án vafa eitt af mínum uppáhalds lögum. Virkar svolítið þungt fyrst en það vinnur hratt á. Phil er uppá sitt besta í því og riffin er töff. Rosalegt lag.

Er yfirhöfuð einhver hérna sem hefur hlustað á þennan disk?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _