til að vera alveg hreinskilin þá hef ég aldrei þolað BM að neinu leiti, þrátt fyrir truflandi fetisch fyrir flest öllum öðrum stefnum Metals, en svo kynnti ég mér Darkthrone til að svona geta sagt að ég hafi prófað.

Darkthrone var það band sem ég bar svona mesta virðingu fyrir í senunni, þannig að ég ætlaði að taka ferilin frá Soulside og upp.

Ég er ennþá aðeins komin í gegnum fyrsta lagið á fyrsta disknum, “Cromlech”, á tveim vikum og það er gjörsamlega brennimerkt inn í hausinn á mér. Ég hlusta á það svona 10 sinnum á dag og restina af deginum er það að hljóma í hausnum á mér.

Ég hræðist það að halda áfram, við það að restin eigi eftir að valda mér þvílíkum vonbrigðum eftir Cromlech. :S

…Er ég sá eini sem hefur lent í þessu?

Crestfallen