Ég er að hlusta á smáskífu frá hljómsveitinni Warmen en það er side-project hljómborðsleikarans í Children of Bodom. Smáskífan heitir Somebody's Watching Me og fyrsta lagið heitir það líka. Þetta er s.s. cover af gömlu 80's lagi með tónlistarmanninum Rockwell en Michael Jackson og Jermaine Jackson sungu bakraddir á því. Ég hugsa að margir gætu kannast við þetta lag því þetta var á fyrstu “Með Sítt að Aftan” plötunni.

Það er Metalgoðið Alexi Laiho, frontmaður Children of Bodom sem er gestasöngvari í þessu lagi og ég verð að segja að þetta lag kom mér mjög skemmtilega á óvart, það er mjög fyndið að heyra Laiho syngja þetta lag og ef þið getið náð í þetta, gerir það. Algjör snilld! :D

Annars er þetta ekki í fyrsta skiptið sem ég er mjög hissa og glaður yfir einhverju svona frá mönnunum í Children of Bodom. Það kom mér mjög skemmtilega á óvart þegar þeir coveruðu She is Beautiful með Andrew W.K. á síðustu smáskífunni sinni og þegar fréttirnar bárust af Oops, I did it Again coverinu sem er væntanlegt á næstu smáskífu varð ég aftur mjög glaður og hissa. Það er frábært hvað þessir menn eru bara alls ekkert að taka sig alvarlega. :P
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury