Megadeth í Kaplakrika 27. júní :)

Jæja Þá fer hver að verða síðastur til að fá miða á þessa glæsilegu hljómsveit Megadeth og vil ég hvetja alla þá sem eiga eftir að kaupa miða að drífa sig á stað.



þetta er náttulega klassaband sem á að baki sér 20 ára feril í tónlistarbransanum og einnig vill ég minna á það að þetta er næst síðasti túr þeirra í Megadeth því að Dave Mustaine er að fara að hefja sóloferil sinn sem er náturlega sorglegt en sem betur fer höfum við séns á að fá þá hingað áður en þeir hætta að nota nafnið Megadeth.

Þessi hljómsveit er rosaleg live og það má búast við ef eitthvað er miklu betra showi heldur enn á Metallica tónleikunum í fyrra. Reyndar var nú Dave í Metallica áður enn hann stofnaði Megadeth og samdi með þeim Hetfield og Ulrich nokkra klassa smelli á borð við, Four horsemen,Metal militia Og Ride the lightning titillag samnemdar breiðskífu Metallica.



Upphitunarsveitin er heldur ekki af verri endanum en það eru rokkararnir í Drýsil með Eiríki Haukssyni í fararbroddi sem mun fá heiðurinn að því að taka nokkra gamla og góða rokksmelli á undan Megadeth.

Þá er bara um að gera að dusta rykið af Drýsil plötuni welcome to the show og koma svo á alvöru tónleika….

Dave og félagar verða hérna 27. Júní og munu þeir trilla líðinn í Kaplakrikanum í Hafnarfirði.

Miðasölustaðir eru í Íslandsbanka Smáralind&Kringluni, Dagsljósi Akureyri,Hljóðhúsinu Selfossi,Hljómval keflavík,

Tónaspil neskaupsstað og svo í Pennanum Akranesi og vestmannaeyjum

Og belive it or not þessi frábæra lífsreinsla mun aðeins kosta 4500 :)