Ég vill taka það fyrst fram að ég er aðeins áhugamaður, ég er ekki búinn að sérhæfa mig í neins konar gagnrýni né tónlist. Þessi grein sem ég ætla að skrifa er samantekt og eindregið um hvað mér fynnst. Skemmtið ykkur =)

Hljómsveitin sem varð fyrir valinu er Metallica, hljómsveit sem ég hef fílað alllengi og hlusta rosalega mikið á.


Uppáhalds breiðskífa
Þær elstu eru í miklu uppáhaldi hjá mér, þrjár sem standa uppúr. En það er erfitt að fynna betri breiðskífu en Ride The Lightning Með lögum eins og Creeping death, The call of ktulu, Fade to black og For whom the bell tolls. Frábær skífa.


Uppáhalds lag
Þessi ákvörðun var alltof erfið, þarsem ég hef alltaf átt mörg uppáhalds lög með metallica. The call of ktulu eða Ktulu eins og ég vill kalla það skarar uppúr hinum, allveg einstakt lag.


Uppáhalds cover lag
Metallica gerir einstaklega flott cover lög eins og heyra má á Garage days og Garage inc. diskunum. Þessi ákvörðun var ekki eins erfið og að velja sér sitt uppáhalds lag, en ekki létt. Mercyful fate varð fyrir valinu, en það er lag sem Metallica gerðu úr nokkrum lögum með hljómsveitinni Mercyful fate. Virkilega þung og flott lag.


Uppáhalds meðlimur
Tja, ekki erfitt að velja þetta, þessi maður setti svipinn á hljómsveitina og gerir það enn, James Hetfield. Gaman að sjá hann hafa ennþá þessa orku sem hann hafði áður fyrr eftir að hafa farið í áfengismeðferðina.


Uppáhalds intro
Blackened. Ekki lengi að finna það út. Ég slefa yfir þessu introi, Glæsilegt.


Uppáhalds gítarsóló
Mjög erfitt val. Þau eru flest svo rosalega lík. Sólóið í laginu Bleeding me skarar jú framúr í mínum huga, einstaklega fallegt sóló.


Uppáhalds bassasóló
Ekki mörg um að velja. Pulling Teeth er jú eitt langt bassasóló, mjög flott og fær því mitt “vote” =)


Uppáhalds trommuleikur
Öss. Ég er að kvelja sjálfann mig með því að skilja rosalega mörg lög útundan ;(. En í laginu Fight fire with fire bjargar trommuleikurinn laginu algjörlega, frááábær trommuleikur.


Uppáhalds söngur
Tja, ef ég á að vera hreinskilinn þá fynnst mér James hetfeild aldrei verið neitt rosalegur söngvari en hann sýndi röddina sína algjörlega í laginu The outlaw torn. Frábær söngur.


Flottustu nöfnin
Svona til gamans þá ætla ég líka að fara útí það hvaða nafn á lagi ög breiðskífu mér fynnst flottast. The frayed ends of sanity er einstaklega töff nafn á lagi. Ride the lightning fynnst mér flottasta nafn á breiðskífu, rosalega töff =)


Skondnasta lagið
Þegar ég tala um skondið lag þá er það lag sem lætur þig brosa og jafnvel hlægja þegar hlustað er á það. So what? fær mig oft til að brosa, en textinn í þessu lagi er snilld. =)




Þá er komið að lokum hjá mér, ég endurtek, þetta eru eindregið mínar skoðanir. Ekki hika við að segja hvað ykkur fynnst, bara engan fíflagang =)


Á döfinni; Samantekt Áhugamannsins; Megadeth