Restingmind Concerts kynnir:



Helgina 26. - 28. maí verður haldin ein allsherjar upphitunarhelgi í Reykjavík fyrir komu meistarana í Iron Maiden í sumar. Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg (IM tribute hljómsveit) og Mercenary munu leggja leið sína til Íslands til að stytta okkur stundina fyrir stóru stundina í byrjun júní.

Maiden Aalborg er sveit sett saman úr reynsluboltum úr danska rokk og þungarokkinu og inniheldur m.a. meðlimi úr Mercenary. Sveitin skartar einum fremsta metal söngvara Danmerkur og lagavalið er eingöngu bestu lög Iron Maiden í gegnum tíðina. Sveitin er líklega besta IM tribute sveit Danmerkur, ef ekki Skandínavíu. Drengirnir kunna sitt fag og vita hvernig á að spila Iron Maiden, þannig að enginn fer heim af tónleikum með raddböndin eða hálsinn í lagi.

Tóndæmi (athugið að þetta eru hráar live-upptökur):
2 Minutes to Midnight - http://www.maidenaalborg.dk/Maiden%20Aalborg%20-%2003%20-%202%20Minutes%20To%20Midnight.mp3
Bring Your Daughter To the Slaughter - http://www.maidenaalborg.dk/Maiden%20Aalborg%20-%2009%20-%20Bring%20Your%20Daughter%20To%20The%20Slaughter.mp3

http://www.maidenaalborg.dk

Mercenary er ein bjartasta von Dana í þungarokkinu um þessar mundir. Síðasta plata þeirra, 11 Dreams sem gefin var út af Century Media útgáfunni, hefur fengið alveg ótrúlega dóma um allan heim. Setningar eins og:

“This band sounds like no one else and if they continue on this path, they will most definitely become one of the biggest Metal bands in the world”
- Ottawa Metal (US) - 10/10 - http://www.ottawametal.com/reviews/m-1d.html

og

“Mercenary have a masterpiece on their hands” og “This deserves Mastodon-like hype”
- Brave Words and Bloody Knuckles (Can) - 10/10 - http://www.bravewords.com/hardwares.html?id=1000797

og

“… the finest display of melodic metal since In Flames bust onto the scene with The Jester Race” og “… it is an instant classic, one that will be looked upon in the same manner as Slaughter Of The Soul and Heartwork.”
Blistering (US) - http://www.blistering.com/fastpage/fpengine.php/link/1/templateid/8536/tempidx/4/menuid/2

segja allt sem segja þarf (sjá fleiri dóma um sveitina hér að neðan). Það er þó ekki nóg, því að 11 Dreams var valin plata ársins (2004) í Danish Metal Awards (www.danishmetal.dk) og það ætti því ekki að koma nokkrum á óvart að sveitinni hefur verið boðið að spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar en sveitin er alveg rosaleg live. Fyrir utan það spilar sveitin á fjórum öðrum tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal Dynamo og Wacken Open Air.

Tóndæmi:

Af 11 Dreams (2004):
11 Dreams - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary_11_Dreams.mp3
Firesoul - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary_Firesoul.mp3

Af Everblack (2002):
Seize the Night - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary-Seize_the_Night.mp3
Screaming From the Heavens - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary-Screaming_from_the_Heavens.mp3

Heimasíða: http://www.mercenary.dk

Nánari upplýsingar um tónleikana og þessa helgi þegar nær dregur.
(tekið af taflan.org eftir ThorsteinnK/thork)