Jæja mér tókst að redda mér miða á A-Svæði og verð að segja að ég hafði verði orðinn nokkuð vonlítill um að það tækist.
Ég skaust niður í ´Smáralind svona 5:35 og þegar ég mætti var ég eiginlega aftast í röðinni.
Það var drullumikið af fullu fólki þarna og ein ónafngreind manneskja stóð sérstaklega upp úr.
Ef þið voruð þarna vitið þið sennilega hver það var en sú manneskja lenti í því að hanga í bíl á ferð.
Svo þegar það var opnað klukkan 7:20 varð allt alveg crazy, alir reyndu að ryðjast inn um aðaldyrnar en ég og nokkrir aðrir fóru í gegnum snúnigshurðina (sem að var reyndar bannað en hverjum er ekki sama), síðan sá ég að það voru eiginlega allir á undan mér en tókst að taka fram úr svona 30 manns eða eitthvað með því að hlaupa vinstra meginn við stóra blómadraslið í staðinnm fyrir hægra meginn.
Svo beið maður í svona 4 klukkutíma en ég var heppin með félagsskap og gaurarnir í kringum mig voru mjög skemmtilegir og fyndnir, líklegal fullir.
Það sem mér fannst hinsvegar böggandi var að það var endalaust verið að öskra “Bakka!” og láta bara vera eitthvað 3 í röð saman og eitthvað helvítis bull.
En allavega fékk maður að lokum miða og plaggat og allt er frábært núna.