Þvílík snilld!!! Ég var ekkert smá glaður þegar ég frétti að tónleikarnir hefðu verið teknir upp sérstaklega þar sem maður hefði örugglega gleymt þeim smám saman. Það er pottþétt að maður reynir að geyma þessa upptöku eins og gull. En hvað um það…
Það kom mér rosalega á óvart hvað gæðin voru góð…sérstaklega þar sem sándið á tónleikunum var slappt. Sem bendir til þess að hljómburðurinn í Egilshöllinni sé lélegur enn ekki lélegt hljóðkerfi eins og margir héldu. Samt hefði ég viljað hafa meira svona “arena sound” og heyra meira í áhorfendunum, en þetta getur jú ekki verið fullkomið. Annað sem kom mér á óvart en ég tók ekki eftir á tónleikunum(líklegast vegna sæluvímu)og það er hvað þeir spila nánast öll lögin hratt! Fyrir utan þessi rólegri. Mér finnst það ekki alveg passa við td sad but true en aftur á móti smellpassar það við blackened og For whom the bell tolls. En já…þessi upptaka er algjör snilld og rifjaðist margt upp fyrir manni alveg frábært hjá þeim að taka upp alla tónleikana sína. Þetta á eftir að viðhalda minningunni um eitt það stókostlegasta sem ég hef upplifað. Takk fyrir

endilega segið ykkar skoðun á þessari upptöku!