Árið 1983 gaf hljómsveitin Slayer út sinn fyrsta disk, en hann ber einmitt nafnið Show No Mercy. Í einhvern tíma hafði Slayer aðeins verið að spila sem cover band en fengu svo tækifæri á að gefa út þessa perlu. Píkuskrækjarinn Tom Araya syngur og spilar á bassa, svo eru þeir Jeff Hanneman og Kerry King á gítar og hin frábæri Dave Lombardo á trommum.

Opnunarlagið “Evil Has No Boundaries” Mjög gott lag sem gefur strax í skyn um hvað koma skal. 8/10

“The Antichrist” annað lagið er eitt af þeim betri á disknum. Ótrulega svalur gítarleikur í þessu lagi. 9/10

I am the Antichrist
All love is lost
Insanity is what I am
Eternally my soul will rot.

“Die By the Sword” er enn ein snilldin eftir þá félaga. Hlustið á soloið í þessu lagi… fekar töff. 8,5/10

“Fight Till Death” er svipað lag og Die by the Sword. 8/10

“Metal storm/Face the Slayer” er allveg rafmagnað lag(lög?) maður fær allveg hroll þegar hann syngur “Now I can freeze your burning eyes” eyes með þvíklíkum skræk. 9/10

“Black Magic” er eitt af 4 bestu lögunum á þessum disk. Byrjar á einu flottasta gítar riffi sem ég heyrt. 9-9,5/10

“Tormentor” SNILLD! SNILLD! Söngurinn er allveg ótrúlegur í þessu lagi… að rödd geti verið svona skerí. Mitt uppáhalds lag á þessum disk. 9,5-10/10

Running from shadows
Blinded by fear
The horror of nightfall
Is ever so near
I slowly surround you
As terror sets in
Are you afraid of the night.

“The Final Command” flokkast með “Die By the Sword” og “Fight Till Death”. 8/10

“Crionics” næstbesta lagið á þessum disk, að mér finnst. Ótrúlegur gítarpartur í seinni hluta lagsins. 9,5/10

“Show No Mercy” Titillag plötunar sem og mitt 3 uppáhalds lag á disknum 9-9.5/10

Niðurstaða: Frábær diskur sem næstum allir thrash aðdáendur ættu að fíla. Stór hluti af þeim sem fíla gömlu metallica diskana ættu að fíla þennan disk. Endilega tékkið á þessu.

Textar - 8.5/10
Trommur - 9/10
Söngur - 9/10
gítar - 9/10

Gef disknum 9/10

Ég ættla nú bara að taka það fram að ég var engin sérstakur Slayer fan þángað til ég hlustaði á þennan disk… en núna er þetta allt á uppleið, frábær diskur hér á ferð.