Jæja nú eru komnir þónokkrir dagar frá því að Metallica voru hér og vil ég bara þakka ykkur fyrir að gefa okkur hér á landi tækifæri til að sjá þá og vonandi koma þeir fljótlega aftur.
Miðað við það að Metallica gátu sellt alla þessa miða og hvernig miðasala gengur á rapp tónleikana (ég veit að þið standið ekki bak við þá) þá virðist vera meiri eftirspurn eftir Metal/Rokki en nokkru öðru. Þannig hugmynd mín er svona, hvernig væri að reyna að fá Slayer og Slipknot hingað til lands nú í haust, þeir eru að fara á Evróputúr og munu t.d. spila í Svíþjóð og Englandi. Þetta er nú bara smá hugmynd og ég veit að báðar þessar hljómsveitir hafa marga aðdáendur hér á landi og ná yfir töluvert breiðan hóp.
Enn og aftur takk fyrir Metallica, þið eruð að gera langbestu hlutina hér á landi, það er nokkuð ljóst!!!