Hversu margir hafa heyrt eða eiga demo með Metallica. Ég á demo af öllum plötum Metallica nema St Anger.Ef þið eigið eða hafið heyrt demoin segið mér hvað ykkur finnst.Mér finnst mjög gaman að hlusta á demoin þeirra enda eru þau oft miklu hrárri og skemmtilegri og stundum með öðru vísi textum og gítar sólóum.

No live til leather. Demo af lögum sem enduðu á Kill´em All gefin út í júlí 1982. það verða allir Metallica aðdáendur að reyna ná sér í eintak af þessum upptökum því að þarna sannast hver er betri á gítar þ.e.a.s. Dave Mustaine. Lögin eru spiluð miklu hraðar heyrist sérstaklega á The Mechanix ( The Four Horsemen ).

Ride The Lightning demos. Ég er ekki alveg viss hvenær þessar upptökur eru en á þeim er besta útfærsla á the call of k´tulu sem ég hef heyrt. það er spilað miklu hraðar og svo er líka öðruvísi og lengra gítar sóló.

Það merkilegasta við Master Of Puppets demoin sem ég á er sennilega að ég á Welcome Home Sanitarium með öðrum texta og svo nokkur lög spiluð instrumental.

And Justice For All og demoin sem lentu á svarta disknum eru miklu vandaðari en hin demoin og mjög lík endanlegri útkomu þannig að þau eru í sjálfu sér ekkert merkileg en það er gaman að hlusta á þau annast lagið.

Ef þið sjáið einhvern tíma eitthvað sem er kallað Mucho Demo mæli ég með að þið sóið ekki tímanum í að hlusta á það CRAP því það eru Load og Reload demoin.