Ég er hættur að taka við svörum…
Þátttakan var vægast sagt glæsileg en heill einn keppandi sendi inn svör og sigraði sá hinn sami með fjórum réttum svörum.
Til hamingju invader!

Spurningar voru eftirfarandi:

1. 1. Hver hefur verið heiðraður sem upphafsmaður rokkmerkisins? (þ.e. krepptur hnefi með útréttan vísifingur og litlafingur… stundum kallað djöflamerkið)

2. Spurt er um plötu: Platan kom út árið 1990 og var tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar sem gaf hana út. Platan fékk glimrandi dóma og þótti þeirra þyngsta og hraðasta verk fram að þessu. Með þessari plötu kynnti hljómsveitin nýjan trommara á glæsilegan hátt en skömmu eftir útgáfuna hætti upprunalegi söngvarinn. Sveitin er enn starfandi í dag.
Hver er hljómsveitin og hvað heitir platan?

3. Hver af eftirtöldum hljómsveitum var EKKI partur af ‘Bay Area Thrash’ senunni (San Fransisco og nágrenni) á 9. áratugnum? :

4. Hvað eiga hljómsveitirnar Helloween, Kreator, Blind Guardian og Accept allar sameiginlegt?

5. Hvað eiga hljómsveitirnar Death, Strapping Young Lad og Old Man´s Child allar sameiginlegt?

6. Mike Patton hefur tekið upp alls þrjú lög sem gestasöngvari með Sepultura í gegnum tíðina. Eitt má finna á plötunni Roots, annað var aukalag á smáskífunni Attitude (og má einnig finna á Blood Rooted) og það þriðja kom út á EP plötunni Tribus. Hvað heita lögin?

7. Í hvaða hljómsveit voru bræðurnir John og Donald Tardy?

8. Hvað hét eins manns bandið sem Sigurjón Kjartansson stofnaði eftir að Ham hættu?

9. Hvað heitir fyrsta plata Pantera og hvenær kom hún út?

10. Hvað hét norska bandið sem Eiríkur Hauksson söng fyrir og hvað hétu plöturnar tvær sem þeir gáfu út?



Rétt svör voru eftirfarandi:

1. Ronnie James Dio
2. Judas Priest - Painkiller
3. e) Anthrax
4. Sveitirnar koma allar frá Þýskalandi
5. Trommarinn Gene Hoglan hefur verið starfandi meðlimur hjá öllum sveitunum.
6. Lögin heita: Lookaway, The Waste og Mine
7. Obituary
8. Olympia
9. Metal Magic frá árinu 1983
10. Hljómsveitin hét Artch og plöturnar ‘Another Return’ og ‘For the Sake of Mankind’