Ég er allveg ótrúlega mikill aðdáandi Matallica og líf mitt væri allt öðruvísi ef hljómsveitinn hefði aldrei orðið til. En það er tvennt við þetta band sem ég fatta ekki.
Það er alltaf talað um að Cliff Burton hefði verið algjör snillingur(sem hann var)og að Metallica hafði orðið léleg þegar hann dó. En afhverju er hægt að segja það??? OK maðurinn samdi til dæmis orion sem er snild en hann gerði ekki mikið annað í lagasmíðum og það er ekki eins og þeir hefðu hætt að semja góð lög eftir að hann dó Auk þess tekurðu ekki mikið eftir bassahljóm í tónlist og það þarf ekki að vera mjög erfitt að spila á bassa. Þess vegna skil ég ekki að hann hafi skipt nánast öllu máli fyrir hljómsveitina eins og margir segja .
Síðan er annað og það hvað margir segja að Black album og sérstaklega Load plöturnar væru rusl sem mér finnst lítið vera til í. Hvað er að því að breyta um stíl og prófa eitthvað nýtt þegar þeir eru búnir að spila þetta svipaða trash metal í 10 ár sérstaklega þegar það heppnast vel nýja dæmið. Mér finnst þetta hafa verið allveg rétt hjá þeim að prófa eitthvað nýtt og sýna það hvað þeir eru fjölbreyttir tónlistarmenn.

Alls ekki halda að mér finnist Cliff vera lélegur heldur þvert á móti. Einnig finnst mér Reload Load vera með ST Anger sístu plötur Metallica en samt mjög góða