Ég er með hugmynd sem væri soldið gaman að prófa og það myndi örugglega draga notendur frekar að þessu áhugamáli. Hugmyndin er að hafa keppni þar sem spurt er um hljómsveit/hljómsveitarmeðlim, tónlistarmann/konu, breiðskífu eða svoleiðis. Hafðar væru 10 vísbendingar (má fjölga þessari tölu ef hún þykyr of lág) og getur notandinn svarað í mesta lagi 10 sinnum, sem sagt einu sinni fyrir hverja vísbendingu. Höfð væri ein vísbending á dag.

Stigakerfið sem ég er búinn að hugsa mér er mjög einfalt; 10 stig ef maður getur það í fyrsta, 9 ef maður getur í vísbendingu nr.2……………..og 1 stig ef maður svarar rétt eftir vísbendingu nr.10. Eftir að maður er búinn að svara rétt, getur maður ekki fengið fleiri stig í þeirri lotu. Þannig að ef þú svarar rétt og færð kannski 6 stig, þá þýðir ekki að svara sama svari aftur næsta dag því stigin fjölga ekki hjá þér. Það væri líka mjög sniðugt að sá sem héldi keppninni uppi, myndi ekki svara keppendum hvort þeir svöruðu rétt eða ekki, því þá er hætta á því að sá keppandi færi að segja öllum. Best væri þá að uppfæra stigatöflunni bara í gamla góða Word og sýna niðurstöður eftir að keppninni lýkur;)

Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd? Endilega svarið ef ykkur finnst þið geta bætt þessa hugmynd enn frekar :)