Ég fór í hitthúsið á menningarnótt og það voru þungarokk tónleikar.
Fyrsta bandið var Andlát sem voru gegt góðir og kominn stemning í hópinn.
Eftir Andlát kom einhver amerísk kona sem var ekki jafn vinsæl enda fóru allir útí sjoppu eða að reykja á meðan hún var.
En það var samt alltaf stemning og Siggi pönk í forgarður helvítis var þarna á staðnum og hann var þar að peppa stemmarann í fólkið og eftir konuna komu amerískt band sem var sér pantað þangað og voru þeir 3.
Trommarinn söng í cradle of filth dúr en svo voru allir að slamma fyrir neðan sviðið(eða mossa) það var allt brjálað þegar þessi hljómsveit var enda var hún snilld.
Siggi pönk tók seinasta lagið með hljómsveitinni og það hljómaði djöfullega vel.
ég vil beina fólki að tékka um tónleika í hinu húsinu því það eru oft snilldar tónleikar og ekki bara með litlum böndum líka mínus og svona.