Já ég er að pæla aðeins. Ef þið hafið heyrt í hljómsveitinni The Duskfall og finnst ykkur hún klikkuð. Þá getum við kannski fengið hana hingað.
Ég er búinn að vera að tala við gítarleikara hljómsveitarinnar, Mikael Sandorf(var í Gates Of Ishtar) og honum finnst þetta vera alveg splendid hugmynd að koma á klakann. En er alveg fílingur í mönnum að fá þessa hljómsveit hingað?
Ef þið viljið tékka á þessari hljómsveit þá má finna þá á swedishmetal.net og líka má ná í lag með þeim á downloads á swedishmetal. Þeir voru að gefa út disk og ber hann nafnið Frailty.
Einnig má ná í sömpl af lögum af disknum hjá þeim á www.theduskfall.com og downloads.
Endilega látið orð í belg, það skiptir miklu máli.
Bassi:Steinberger Spirit XZ