Iron Maiden er sú hljómsveit sem gerði mig að rokkara sem hefur bara herst
með árunum & nú er ég í miklu þyngra,en fyrsta lagið sem ég heyrði var
THE NUMBER OF THE BEAST af samnefndri plötu.


En því miður leytaði hugurinn annað & féll þessi frábæra hljómsveit í
gleymsku í mörg ár,en nú um jólin kviknaði áhuginn aftur þá fékk ég í
jólagjöf frá foreldrum mínum pakka sem var aðeins gefin út í takmörkuðu
upplagi á heimsvísu.Pakki þessi inniheldur 3 tvöfalda diska sem er á
nokkuð af áður óútgefnu efni,lítið glas (eða stórt staup) & ættartré allra
meðlima hljómsveitarinnar þ.e. tónlystarlega séð.
Eftir því sem ég man best komu aðeins 40 stk til islands & var ég svo
lánsamur að eignast 1,mer finnst þessi kassi vera snilld & langar að heyra
álit annara sem hafa komist yfir þessa fágætu snilld eða þekkja einhvern
sem var svo heppin/n & fengið áhugan aftur á hljómsveitinni eða ef að áhugi
er fyrir hendi hafi aukist.