Allir þeir sem hafa áhuga á Feitu Rokki, ættu ekki að láta fram hjá sér fara Rokkmessu sem haldin verður á N-1 bar í Keflavík föstudaginn 8.nóvember.

þar munu koma fram 5 hljómsveitir: Áreiti, Hans og Gréta, Core Blooming, Tommygun Preachers og Brainpolice.

Brainpolice er óþarfi að kynna en hinar hljómsveitirnar eru undir sterkum Suðurnesjaáhrifum sérstaklega Tommygun Preachers en við hana eru bundnar miklar vonir og væntingar.

Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara og ekki missa af því besta sem er að gerast í Rokkheiminum á Íslandi í dag.

miðaverð er 500.kr húsið opnar kl 21:00 og ATH 18 ára aldurstakmark muna skilríki!