Pain of Salvation live chat á ircinu í dag Flestir ef ekki allir meðlimir Pain of Salvation verða í viðtali á internet útvarpsstöðinni Seismic Radio í dag um kl. 18:00

Viðtalið verður í formi spjalls á irc-rás stöðvarinnar, en einn aðall stöðvarinnar er að hún heldur úti spjallrás, þar sem allir plötusnúðar hennar dvejla á meðan þeir eru í loftinu. Þar spjalla þeir við hlustendur, taka á móti óskalögum, spila fyrir þá nýtt efni og taka púlsinn á hvernig fólki líkar. Þetta verður ekki mikið meira interactive in þetta…

Til þess að taka þátt í spjallinu, verða menn s.s. að fara inn á irc rás stöðvarinnar, en hún heitir #seismic og er á Forestnet irc-netinu, irc.forestnet.org, port 6667. Ef fólk er með nýrri útgáfur af mIRC forritinu ætti þetta að vera inn í standard listanum sem er að finna í Connect glugga forritsins. Þegar menn eru tengdir við Forestnet, skrifa menn svo einfaldlega “/join #seismic” í forritinu og þá eiga menn að vera inni.

Menn geta einnig loggað sig inn á þessa rás með því að fara á http://www.seismicradio.com/chat.html, en þar er að finna java-chat sem tengist #seismic rásinni á Forestnet beint.

Til þess svo að hlusta á Seismic Radio á netinu, skella menn sér bara á http://www.seismicradio.com og klikka á “listen”, eða copy-paste'a þessu inn í RealPlayer spilarinn sinn: http://zero.corp.publichost.com:8080/ramgen/encoder/sei smicradio.rm

Það er alveg garanterað að það verður spilað fullt af PoS á meðan á chattinu stendur.

Sjáumst klukkan 18!!

Þorsteinn
Resting Mind concerts