Gwar Í allavega áratug hef ég verið mjög forvitinn þegar kemur að þessari hljómsveit. Svo var það um daginn að ég kynnti mér málið betur en áður og ákvað því að deila þessu með ykkur.

“Saga Gwar byrjar fyrir milljónum ára þegar geimverur rómuðu um heiminn í hópum af geim-sjóræningjum kölluðum “Scumdogs of the Universe”. Eftir að Gwar féll í áliti hjá foringja sínum voru þeir sendir í útlegð á stærstu drullukúlu veraldar… Jörðina. Eftir að hafa útrýmt risaeðlunum og óviljandi skapað manninn með nauðgunum á frumstæðum öpum plánetunar, byrjaði Gwar að hafa talsverð áhrif á þróunn heimsins, allt að villta “gigginu” í atlantis, þegar ákveðið var að Gwar skildu aftur sendir í útlegð. Í þetta skipti á Antartica til að koma í veg fyrir að þeir skemmdu jörðina frekar.

Nokkur þúsund árum seinna fann Sleazy P, Martini (Þekktur hórumangari, dópsali, klámframleiðandi og “toppur” hjá Capital Records) óvart grafhýsið á antartica og vakti Gwar aftur til lífs. Því næst fór Sleazy P. með Gwar til New York og gaf þeim rafmagngítara og markaðssetti þá sem nýjasta rokkbandið í bransanum. Mörg af afrekum og ævintýrum þeirra kappa má finna á hljómplötum, teiknimyndasögum og myndböndum, margt er þó ekki komið fram ennþá.”

Gwar (stendur fyrir God What an Awful Racket) var stofnuð í Virginia Commonwealth University in Richmond sem markaðstilraun hjá nokkrum tónlistarmönnum, dönsurum og listnemum. Einsog kemur fram að ofan segjast þau vera samansafn af öflugum stríðsmönnum víðs vegar úr geimnum sem hafa það markmið að hneppa mannkynið í kynferðislegan þrældóm eða hreinlega útrýma því. Liðsmenn koma alltaf fram undir sviðsnöfnum:
Oderus Urungus (f. David Brockie) - söngur
Balsac The Jaws of Death (f. Michael Derks) - rythma gítar
Beefcake the Mighty (f. Michael Bishop) - bassi og söngur
Flattus Maximus (f. Peter Lee) - lead gítar
Jizmak Da Gusha (f. Brad Roberts) - trommur
Slymenstra Hymen (f. Danyelle Stampe) - söngur og dans (segist reyndar spila á skæri)
Sexicutioner (f. Charles Varga) - lífvörður og söngur
Sleazy P. Martini (f. Don Drakulich) - umboðsmaður og söngur


Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 1988, “Hell-O”. Samtals hefur sveitin gefið út 9 plötur, 11 myndbönd og allavega 7 teiknimyndablöð (Hér ætla ég ekki að rekja þessar útgáfur þar sem ég þekki þau mál ekki það vel).

Tónleikar sveitarinnar er þeirra aðalsmerki Á tónleikum, sem þau koma fram í búningum samsettum úr latex gúmíi og pappírs/lím blöndu, sviðsetja þau heiðnar trúarathafnir, lík spítandi líkamsvessum á áhorfendur og stundum einnig stóran róbót.
Á tónleikum koma fram ásamt þeim “óvinir“ þeirra, má þar nefna: Techno Destructo, Bozo Destructo (techno og bozo voru áður 2 persónur í einum líkama), Dr. Professor Skuhedface, Boss Glom (sem er víst doctorinn í dulargervi), The Morality Squad, Corporal Punishment, Private Parts, Tiny, Dr. D Bill Attated, Cerutti Fancypants, Gor-Gor og Cardinal Syn. Einsog sjá má á þessum lista verða tónleikarnir æði skrautlegir og mikið ”show" í gangi, enda hljómsveitin lent þónokkrum sinnum í útistöðum við lagana verði.
Hljómsveitin er einmitt líka betur þekkt fyrir tónleika og sjónræna hlutan almennt en tónlist sína, sem er ekki þekkt fyrir að ryðja brautir. Tónlistinn er þó ekki alslæm, einhverskonar blanda af punk, trash og speed metal, ég hafði t.d. mjög gaman af stórskemmtilegri útgáfu þeirra af southpark laginu “What Would Brian Boitano Do?”

Ég vona að einhver hafi haft gaman af þessari grein og hafi jafnvel haft eitthvað gagn af henni.
heimildir: heimasíða sveitarinnar www.Gwar.net og All music guide www.allmusic.com.

Góðar stundir.
Góðar stundir.