Ég finn mig knúinn til að verja Búdrýgindi aðeins. Flestir hér hafa talað um þá á mjög neikvæðan hátt, þeir spili ekki metal og þar fram eftir götunum. En við hverju á að búast? Þetta eru ekki nema svona 12-14 ára guttar (myndi ég giska á, þar sem að söngvarinn er ekki enn kominn í mútur, hann er varla eldri en 12 ára!) og eiga vafalaust eftir að þroskast með aldrinum.

Einhver talaði um að skipta um söngvara, en ég held að við ættum bara að bíða eftir mútunum ;)

En svo er það textagerðin sem er alveg að fara með þessa sveit. Spilafíkill er cool lag, og textinn er, að mínu mati, glettilega vel saminn. En öll hin lögin eru bara bull! Það mætti veita þeim verðlaun fyrir verstu textasmíð í heimi fyrir lagið Sigga La Fó: „Jó jó, sigga la fó, jó jó, gagga la gó" WTF???

Gefum þessum gaurum smá tíma og þeir vaxa örugglega uppúr þessari vitleysu og fara að yrkja eitthvað að viti!

(ég ætlaði upprunalega að senda þetta á kork en svo fór greinin að vinda uppá sig þannig að ég geri tilraun til að senda þetta inn sem grein. Svo eru korkarnir líka alveg dauðir!).
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _