The Haunted - The Haunted The Haunted er sænskt thrash-metal band. Það sem sagt var í morgunblaðinu fyrir svolitlu síðan um að þeir væru hardcore band er eitthvað skrítið og að mínu mati bara einfaldlega vitlaust. Einhver Kallaði The Haunted “The second coming of Slayer” og hafa liðsmenn Slayer gefið það út að The Haunted sé eina hljómsveitin sem þeir samþykki að breiði yfir (coveri) Slayer lög.

Diskurinn sem ég ætla að fjalla um er sá fyrsti af þeim þremur sem gefnir hafa verið út og að margra mati einnig sá besti. Aðrir diskar eru The Haunted - Made Me Do It og Live Rounds In Tokyo sem er tónleikadiskur. Diskinn einkennir mikil keyrsla allan tímann og mikil reiði. Textarnir eru nokkuð vel úthugsaðir og ekki satanískir né neitt þannig, bara reiðir.

Diskurinn inniheldur tólf lög og ég ætla að fjalla um hvert lag fyrir sig.

1. Hate Song: Þetta lag er eitt besta opnunarlag sem sett hefur verið á disk. Það er hratt, hrátt og hatursfullt. Þetta er tvímælalaust besta lag disksins og samkvæmt liðsmönnum hljómsveitarinnar þá er þetta skemmtilegasta lagið til að spila Live.

2. Chasm: Frekar Hratt og reitt, en það er líka svona töff-metal fílíngur í því. Söngurinn nýtur sín nokkuð vel. Helvíti gott lag og skipar sér auðveldlega í hóp betri laga disksins.

3. In Vein: Þetta er Frábært lag og þarna fá gítararnir að njóta sín. Hröð, melódísk riff einkenna lagið. Melódískur partur í lokin veldur því að þetta er að mínu mati næstbesta lag disksins.

4. Undead: Hraðasta lag disksins, svona á að gera thrash metal. Lagið er stutt og varla látið af keyrslunni allan tímann. Þetta er frábært lag og eitt af þeim betri sem hljómsveitin hefur gert.

5. Choke Hold: Enn ein thrash-metal klassíkin. Kraftmikið og hratt lag. Mjög gott lag í alla staði og flottur miðpartur gerir útslagið.

6. Three Times: Þetta lag er ekki eins hratt og mörg önnur lög á disknum. Lagið sjálft er alltílagi en ekki nærri því eins gott og mörg önnur á disknum.

7. Bullet Hole: Þarna kemur aftur fram þessi töff-metal fílíngur eins og er í chasm. Þetta lag þykir með þeim allra bestu sem haunted hafa gert. Ég vil ekki ganga svo langt, en þetta skipar sér í flokk með Chasm og Choke Hold.

8. Now You Know: Þetta er svona frekar einkennilegt lag. Ekkert alltof svalt. Með verri lögum á disknum, samt gott viðlag.

9. Shattered: Hratt lag. En einsog með Now You Know og Three Times þá nær það ekki þessum reiða, hráa fíling sem önnur lög á disknum einkennast af.

10. Soul Fracture: Þetta er nokkuð gott lag. Gítarriffin eru frekar einkennileg en lagið vinnur á við hlustun. Hratt og hrátt. Meðalgott.

11. Blood Rust: Þetta er mjög gott lag og sker sig svolítið úr, gæti átt heima á Made me do it disknum. Það er samt frekar hratt og mikill fílingur í gangi. Síðan kemur miðpartur sem rífur lagið uppúr meðalmennskuni og gerir það að snilldarlagi, hrein snilld.

12. Forensick: Er í raun varla lag, þetta eru einhverjir drungalegir kassagítarhljómar meðan söngvarinn segir okkur rólega hvað mannkynið er ömurlegt. Þetta er samt ágætt en ekkert sem maður hlustar á oft.

Á heildina litið þá er þetta einn sá allra besti diskur í eigu minni og ég mæli með að allir thrash-metal aðdáendur eignist hann, og jafnvel aðrir líka. Aftur á móti er erfitt að nálgast hann á Íslandi (ég keypti minn út í Svíþjóð).

Heimasíða The Haunted:
http://www.the-haunted.com

Tóndæmi má finna:
http://user.tninet.se/~slj288q/hate.mp3 <— Hate Song
http://home.rixtele.com/~nicke/haunted/sound/the_haunted_undead_demo.mp3 <— Undead, Demoversion
http://home.rixtele.com/~nicke/haunted/sou nd/the_haunted_bullethole_live.mp3 <— Bullet Hole (Live)
Pálmar