Manowar pt. 2 -Kings of metal- hét næsti diskur Manowar, hann kom út 1988,
Þessi er af flestum talinn langbesti diskur Manowar.
Titilinn á diskinn sóttu þeir í það sem aðdáendur
Manowar voru farnir að kalla þá: Kings of metal.
Það er ekki eitt lélegt lag á þessum disk og erfitt að
velja einhver nokkur sem standa upp úr,
en ef ég þyrfti að veja þá myndi ég segja,
Hail and kill, Blood of the kings, Heart of steel og
svo hið magnaða The crown and the ring (Lament of the kings),
þetta lag sýnir vel fjölhæfni hljómsveitarinnar.
Í þessu lagi þá nota þeir kirkju orgelið í St. Paul´s Cathedral
í Birmingham og 100 manna Canoldir karla kórinn.

Aðdáendur þurftu að bíða í 4 ár eftir næsta disk.
Að mínu mati var að vel þess virði.
1992 kom út -The triumph of steel- og er að mínu mati besti diskurinn þeirra.
Þarna eru þeir komnir með nýjan Trommara sem kallaði sig Rinho, mér
finnst hann vera betri en Scott Colombus en Rinho spilaði bara á þessum eina disk.
Scott Colombus þurfti að hætta í smástund vegna slæmra veikinda sonar síns.
Einnig er þarna kominn nýr gítarleikari, David Shankle, en Ross the Boss vildi
prófa eitthvað nýtt og hætti.
Þeir tóku þennan disk í nýja stúdíóinu sínu Haus Wanfried.
Fyrsta lagið á þessum disk, Achilles: Agony and ecstacy in eight parts,
er rétt rúmar 28 mínútur og er mikið tónverk.
Í þessu lagi má heyra bæði mjög þungann metal og gullfallegar strengjaútsetningar
sem minna stundum á róleg klassísk tónverk.
Þetta lag er byggt á sögu Homer´s “The Illad”
það er sögð mjög skemmtileg saga út lagið.

Túrinn fyrir þennan disk hét, Secrets of steel og á þeim túr,
þá tókst þeim að brjóta gamla metið sitt í Heimsmetabók Guinnes,
og spiluðu í 129,5 Desibelum.
Til að ná svona miklum hávaða þá spiluðu þeir í gegnum
10 tonn af mögnurum og hátalara samstæðu sem var 40 fet á lengd
og 21 fet á hæð. En til að soundið fari ekki allt í graut í svona hávaða
þá hafa þeir sér til halds og trausts John “Dawk” Stillwell, sem sérsmíðar alla magnara, öll hljóðfæri og hátalara fyrir þá.

1994 kom svo út fyrsti best of diskurinn með Manowar -The hell of steel-.
Mér finnst þessi diskur fínn, það mætti vera fleiri lög á honum.
Þar er líka mjög skemmtileg útgáfa af Heart of steel á þýsku, sem þeir
gerðu til heiðurs þýsku aðdáendum sínum.

-Louder than hell-,1996, hét næsti stúdíó diskur, Scott Colombus kominn aftur í betra formi en áður.
Aftur nýr gítarleikari að nafni Karl Logan, það var aldrei sagt af hverju David Shankle hætti,
það var bara sagt að hann hefði hætt í góðu.
Karl Logan er þrusu góður gítarleikari, ég hef meira að segja heyrt að sumir vilja líkja
honum við Zakk Wylde sem gítarhetju, sumir segja að hann muni verða stærsta gítarhetjan
innan nokkura ára, ég sjálfur leyfi mér að efast um það.
þau lög sem standa upp úr á þessum disk eru :
The gods made heavy metal, The power, Courage og King.

1997 kom út annar nokkurskonar best of diskur sem heitir Anthology.
það er mun meiri breidd á honum heldur en The hell of steel, það er
mikið meira af gömlum lögum heldur en á hinum best of disknum, ég mæli frekar með
þessum fyrir fólk sem vill kynna sér Manowar.

1999 komu út 2 tvöfaldir live diskar, -Hell on wheels- og -Hell on stage-.
Þetta eru hinir fullkomnu Manowar diskar.
Fyrst kom Hell on wheels út, það voru ekki mörg gömul lög á þessum en þó nokkur.
og blaðamenn voru farnir að segja að ástæðan fyrir því var að röddin í Eric Adams væri
ekki jafn góð og áður.
Þetta var Adams ekki sáttur við og sagði við DeMaio að þeir þyrftu að gefa út annan live disk aðallega með gömlum lögum, sem þeir svo gerðu og útkoman
var Hell on stage. Þeir sýndu þarna að röddin í Adams er ekkert farin að versna í ellinni, hún batnar ef eitthvað er.
Á þessum live diskum má heyra hátalara vera að springa og alls kyns rafmagnsvandræði
í húsunum sem þeir voru að spila í, vegna þess að rafkerfið í flestum húsunum getur ekki
staðið undir öllu því rafmagni sem Manowar þurfa til keyra alla magnarana, ljósin o.s.frv.
Með öðrum orðum sagt, það næsta sem maður kemst því að fara á tónleka með Manowar án
þess að, í raun fara.

Þetta sama ár kom út DVD diskur sem heitir -Hell on earth-.
þarna er að finna video upptökur af tónleikum, Manowar á fylleríi og fullt af nöktu kvenfólki,
sem virðist fylgja Manowar mjög.

Það var svo ekki fyrr en 27. maí 2002 að það kom út nýr stúdíó diskur með Manowar.
-Warriors of the world-, sjálfur hef ég ekki heyrt hann
(finn hann hvergi á landinu, ef einhver á hann og vill selja hann… wink wink!)
Titlarnir á lögunum eru allir í Manowar stíl:
March, Swords in the wind, Valhalla og Fight until we die, svo nokkur séu nefnd.
Þeir taka líka eitt coverlag, en það er ekkert annað en ítölsk aría eftir Puccini.
Þetta verk er helst frægast fyrir að vera verkið sem Pavarotti endar alltaf á á tónleikum
hjá sér. Í þessu lagi sannar Eric Adams að hann er einn allra besti og fjölhæfasti metal sögvari fyrr og síðar.

(p.s Fighting the world kom út ´87 ekki ´86 eins og ég sagði í hinni greininni) (silly me)
I feel a lot of distance….I feel far away