Fjandinn Metal Fest - 14. og 15. des 2012
Ol'Dirty Kalxa, í samvinnu við Restingmind concerts og Norðurhjararokk kynnir:

Zoom in (real dimensions: 600 x 837)Image

FJANDINN KICE METALFEST

14. des 2012 á Gauki á Stöng í Reykjavík og
15. des 2012 á Græna Hattinum Akureyri


Linup í Reykjavík
L'ESPRIT DU CLAN (FR) 
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM 
DIMMA
ANGIST
MOLDUN
OPHIDIAN I 

ásamt DJ KIDDA ROKK

Linup á Akureyri
L'ESPRIT DU CLAN (FR) 
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM 
SKURK 


Um miðjan desember verður boðið upp á sannkallaða veislu fyrir rokkþyrsta þegar til landsins mæta frönsku þungarokkssveitirnar L'ESPRIT DU CLAN og HANGMAN'S CHAIR. Hátíð þessi er partur af stærra "traveling" festivali sem nefnist fullu nafni: "Fjandinn, Kicé qu'à l'Chat VI : Breizh vs Iceland".

Er þessi hátíð hugarfóstur Íslandsvinarins Kalchat sem hefur skipulagt þessa hátíð síðan 2007. Vinnur hann hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem er major player í bransanum og sér m.a. um að bóka tónleika með nöfnum eins og: Napalm Death, Crowbar, Agnostic Front, Biohazard, Entombed, Hatebreed, Madball, Sepultura, Sick of It All og Brutal Truth, ýmist í Frakklandi eða út um alla Evrópu. 

Hefur hátíðin ferðast um allt Frakkland en nú er komið að því að halda hana á Íslandi en hátíðin er tveggja daga hátíð þar sem fyrri dagurinn fer fram 14. des á Gauki á Stöng í Reykjavík, og sá seinni á Græna Hattinum á Akureyri 15. des.

Risastór hópur af vinahópi Kalchat mætir hingað með honum (við erum að tala um nokkra tugi manna) og hér verður mikið partý og Rokk og Metalhausum landsins er boðið til veislu. Miðaverði er stillt í algjört hóf miðað við umfang, en hér eru nokkrar lykilupplýsingar:

Miðaverð: 1.500 í Reykjavík / 2.000 á Akureyri
Aldurstakmark: 18 ára 
Húsið opnar 20, byrjar 21.

MIÐASALA RVKhttp://www.midakaup.is/restingmind/fjan ... -metalfest

HLJÓMSVEITIR

L'ESPRIT DU CLAN (FR)

Zoom in (real dimensions: 465 x 700)Image

Thrash Metal / melodeath með hardcore áhrifum. 
Bandið var stofnað 1995 í París og skipar í dag 6 meðlimi, þar af tvo aðalsöngvara. Hljómsveitin hefur gefið út 5 breiðskífur en er fyrst og fremst kolklikkað live band. Syngja eingöngu á sínu móðurmáli og eru mjög stórir og komu m.a. fram á Hellfest núna í sumar. Spiluðu á Íslandi 2010, þaðan sem þessi mynd hér að ofan er tekin.
http://www.facebook.com/lespritduclan

Live video
Reverence - http://www.youtube.com/watch?v=eK1a-vKj5cs

Official videos
Et Caetera - http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=Eobf9lOf1VA
Je Regarde le Monde - http://www.youtube.com/watch?v=Bz29Z8KArF4

Kickass "ballaða": J'ai pas les mots - 
http://www.youtube.com/watch?v=SKv0wpf1rSE

HANGMAN'S CHAIR (FR)
Doom/Sludge/Heavy Rock. 
Sveitin kemur frá París og hefur gefið út 3 breiðskífur og eina split plötu á Bones Brigade útgáfunni. Gaf hún út plötuna Hope//Dope//Rope á þessu ári, þar sem yrkisefnið er einmitt það sem titillinn lýsir. Tónlistin er skítugt, down-túnað, þungt, hægt rokk. Alveg eins og það á að vera.
http://www.facebook.com/pages/Hangmans- ... 0776175255

Live video
Mourner's Parade - http://www.youtube.com/watch?v=P_I_IVAj3w4

Sounds
Scarlet Star (video) - http://www.youtube.com/watch?v=VbKAAtyVEMY
The Saddest Call - http://www.youtube.com/watch?v=FvXJPnxa9pw

MOMENTUM (ICE)
Psychedelic Progressive Metal
Ein af allra bestu metalsveitum landsins. Hafa verið lengi í fararbroddi í íslenskum metal. Tónlistin hefur mikið breyst frá því í upphafi, þróast frá því að vera rótgróið black metal yfir í progressive metal með þungu psychedelic ívafi . Síðasta plata þeirra Fixation at Rest hlaut gríðarlega góða dóma og er nýtt efni á leiðinni.
http://www.facebook.com/momentumiceland

Sounds
Holding Back (Fixation at Rest) - http://www.youtube.com/watch?v=8ixiqADd2ec
The Freak is Alive (nýtt) - http://www.youtube.com/watch?v=oUFzDNGGOCM

DIMMA (ICE)
Hard Rock 
Hugarfóstur Geirdal bræðranna sem gerðu garðinn frægan í Stripshow sem gáfu út tímamótaverkið Late Nite Cult show 1996. Miklir töframenn á sviði sem hafa gefið út 2 breiðskífur og sú þriðja, Myrkaverk, er nýkomin út. Bandið er á mikilli siglingu þessa dagana, og ef eitthvað er að marka þessi nýju lög sem bandið hefur sett á netið, að þá verður nýja platan Massíf!
http://www.facebook.com/dimmamusic

Live video
Myrkraverk - http://www.youtube.com/watch?v=84HNpudszk4

Sounds
3 lög af nýju plötunni: http://soundcloud.com/dimmamusic/sets/d ... rk-2012-1/

ANGIST (ICE)
Death Metal
Klárlega það íslenska dauðarokksband sem hvað mestur styr stendur um um þessar mundir. Voru að skrifa undir samning við Abyss Records en sveitin hefur gefið út EP plötuna Circle of Suffering, ásamt eldra 2 laga demó, sem sýnir hversu megnugt þetta band er. Söngkona sveitarinnar hefur aukinheldur stimplað sig inn sem einn besti growler landsins.
http://www.facebook.com/angisttheband/

Live videos
Our Ruin - http://www.youtube.com/watch?v=NW6Mk1Eki1k

Sounds
Our Ruin - http://www.youtube.com/watch?v=whkVEuTmovc
Godless - http://www.youtube.com/watch?v=2z47JCNrm1M

MOLDUN (ICE)
Melodic Thrash / Death Metal / Metalcore
Moldun er sveit sem hefur verið í nokkur ár í mótun frá því hún var stofnuð 2009 og látið frá sér eitt 4 laga EP sem var gert fyrir Iceland Invasion túrinn í Frakklandi 2011. Þar sló sveitin í gegn en nýja platan sem er á lokametrunum lofar hrikalega góðu (hægt að heyra 3 lög á facebook síðu sveitarinnar).
http://www.facebook.com/Moldun

Live videos
Boozehound - http://www.youtube.com/watch?v=wbGhlIV_qn4&feature=plcp
Worms n Vultures - http://www.youtube.com/watch?v=cqYeEjMDVNA

Sounds
3 new songs - http://www.facebook.com/Moldun/app_178091127385

OPHIDIAN I (ICE)
Technical Death Metal
Hinir nýju fánaberar teknísks dauðarokks á Íslandi sem sækja duglega í arf Severed Crotch (m.a. söngvarann, :)). Sveitin var stofnuð sumarið 2010 og hefur síðan tekið skrefið algerlega til fulls. Þeir skrifuðu undir samning við Soul Flesh Collector útgáfuna einungis ári eftir stofnum og hljóðrituðu í kjölfarið eina bestu dauðarokksplötu Íslands fyrr og síðar, Solvet Saeclum, sem kom út fyrr á árinu.
http://www.facebook.com/OphidianI

Live Videos
Shedyet - http://www.youtube.com/watch?v=m8TTYEz_z7g

Sounds
Solvet Saeclum - http://www.youtube.com/watch?v=JDdR6Ffipoc

SKURK (ICE)
Thrash Metal
Drengirnir komu saman aftur eftir 13 ára hlé og keyra mun harðara þrazz á landann en áður fyrr og hafa enn meira gaman af því. Meðlimir Skurk hafa ekki setið auðum höndum í hléinu því að þeir hafa verið mjög virkir í tónleikalífi bæði á Akureyri og Reykjavík ... og svo um allann heim.
Grjóthart þrass sem kippir manni aftur í tímann
http://www.facebook.com/skurkarar

Sounds
Final Gift (Live Sportvitinn Ak 2012) http://www.youtube.com/watch?v=ROKk454ztzc
Ruler (Live NASA Rvk 2012) http://www.youtube.com/watch?v=NmJ7dH9e ... ure=relmfu

DJ KIDDI ROCK (ICE)
The Legend!
Kiddi Rokk eða Kristján Kristjánsson hefur verið þungarokksgúrú Íslands og aðal go-to guy þegar kemur að rokki í þyngri kantinum í rúmlega tvo áratugi. Sem starfsmaður m.a. Plötubúðarinnar, Geisla og Japis hefur Kiddi séð um að flytja inn tónlist og fylla hillur landans af eðalmetal lengur en elstu menn muna og er enn í fullu fjöri hjá Smekkleysu plötubúð á Laugaveginum. 
http://www.facebook.com/DjKiddiRokk

Takið frá 14. desember í RVK og 15. desember fyrir norðan!
Resting Mind concerts