Ég hef heyrt í nokkrum nýjum diskum/hljómsveitum undanfarið og datt í hug að skrifa aðeins um nokkrar af þeim.

SONIC DEBRIS - DEMO 2002
Þessi hljómsveit kemur frá Noregi og spilar svolítið alternative progmetal… Þeir hafa gert nokkur demó fyrr og gáfu svo út plötuna Velvet Thorns fyrir tveimur árum. Núna eru þeir s.s. komnir aftur á kreik og ég náði mér í tvö lög af þessu demó sem hægt er að downloada frá heimasíðunni þeirra. Ég verð bara að segja að ég varð bara líka svona hrikalega hrifinn af þessum tveimur lögum… svolítið frábrugðið efni frá hinu vanalega progmetali sem ég e.t.v. hlusta mest á, en það er bara í góðu lagi. Kíkið á þessi lög hérna:
Orbweaver: http://www.sonicdebris.com/orb.mp3
One Split Second: http://www.sonicdebris.com/split.mp3
Killer stuff
Heimasíða: http://www.sonicdebris.com

BIOMECHANICAL - DISTORTED
Fyrir nokkru var einhver sem póstaði smá komment um þessa hljómsveit og benti fólki á að kíkja á heimasíðuna þeirra og ná í lög sem þar eru að finna, og það gerði ég. Ég varð hrifinn, nokkuð hrifinn reyndar. Á síðunni þeirra stendur að maður geti skrifað þeim til að fá fleiri heil lög send (það eru tvö heil lög á síðunni og fullt af styttri samples) og það gerði ég. Núna bara fyrir tveimur dögum fékk ég svo 4 laga demó diskinn frá þeim sendan og djöfull er þetta mikið kickass dæmi…
Tónlistin er nokkurs konar blanda af Pantera, Evergrey, Fear Factory, með söngvara sem getur sungið í Pantera stíl og skipt svo yfir í Rob Halford stíl eins og ekkert séð. Ekki halda þó að þú finnir Pantera í öllum lögunum, því þau eru eins fjölbreyt og þau eru mörg. Demóið þeirra hefur verið að fá dúndúr dóma í mörgum metalblöðum, eins og t.d. Terrorizer og tónlistin verið kölluð biometal… Ég legg til að ef þetta vekur áhuga, þá kíkið á heimasíðuna og náið í allt saman sem er þar!
Heimasíða með tóndæmum: http://www.biomechanical.co.uk

KALMAH - THEY WILL RETURN
Í nýjasta fréttabréfi Century Media (sjá: http://tpom.com/pmboard/wwwbb_msg.php?m=17799) er minnst á þessa hljómsveit og það vakti áhuga minn á að kíkja á þetta nánar, sem ég gerði og náði mér í lagið hér fyrir neðan. Kalmah eru finnskir og eins og nánast allar hljómsveitir frá Finnlandi (liggur við), spila þeir mjög melódíska tónlist. Sveitin spilar melódískt dauðarokk, ekki ósvipað Children of Bodom, en þó minna symfonískt.
The Principal Hero: http://mp3.centurymedia.com/Kalmah_PrincipleHero_TheyWillReturn.mp3
Fleiri tóndæmi hérna: http://www.spinefarm.fi/metal/kalmah/kalmah.htm

DIME NSION ZERO - SILENT NIGHT FEVER
Þessi sveit er einnig á Century Media og hefur verið líkt við Wages of Sin með Arch Enemy sem er ekkert nema stór plús í minni bók. Ég náði mér í lagið hér að neðan og þetta er helv. þungur skratti. Ég sé greinilega AE líkinguna, en þetta er þó þyngra að mínu mati. Ég á eftir að kíkja betur á þetta einnig..
The Murder Inn: http://mp3.centurymedia.com/DimensionZero_TheMurderInn_SilentNightFever.mp3

DREAM EVIL - DRAGONSLAYER
Þetta er hljómsveitin sem ofurprodúserinn Fredrik Nordström (In Flames, Dimmu Borgir, Dark Tranquility, At The Gates, o.fl) frá Gautaborg stofnaði. Tónlistin er reyndar langt frá því að vera melódískt dauðarokk eins og er best þekkt frá Gautaborg, heldur eins og titillinn á debut plötunni þeirra, Dragonslayer, gefur til kynna, nokkurnskonar true metal um dreka, metalhetjur og slíkt. Ég hef heyrt þessa plötu og er hún eins og gefur að skilja að lystavel pródúceruð og þó að það sé ekki mikið fyrir frumleika hér að finna, er þetta virkilega vel til vandað og lögin nær öll grípandi og skemmtileg. The cheese factor er einnig mun minni hérna en hjá t.d. Rhapsody. Sveitin mun leika á Sweden Rock Festival og Wacken fyrir þá sem eru að fara þangað…
The Prophecy: http://mp3.centurymedia.com/DreamEvil_TheProphecy_Dragonslayer.mp3

AURORA - DEAD ELECTRIC NIGHTMARES
Þessir gaurar eru Danskir og Dead Electric Nightmares er þeirra nýjasta plata. Ég hef heyrt fjögur fyrstu lögin af henni og er þokkalega hrifinn. Stíllinn er melódískt þungt metal, með smá skammti af dauðarokki, og söng sem skiptist á milli growl og clean. Tónlistin er ekkert alltof þung, jafnvel þegar hún er í dauðarokksham, því það er töluvert af atmósferískum köflum, svona svipað og Amorphis er að gera.
Heimasíða: http://www.aurora.ms
Hljóðdæmi, Metaphysical Electric: http://www.intromental.com/aurora/aurora.mp3

AT VANCE - ONLY HUMAN
Melódískt metal eins og það gerist best. Þetta band er frá Þýskalandi og hefur gefið út heilar 5 plötur. Only Human er nýjasta platan frá þeim og jafnframt sú allra besta. Þetta er grípandi metal, með virkilega góðum söngvara, sem heldur sig oftast á háa planinu. Eitt af sérkennum þeirra hefur verið að á hverri plötu hefur verið að finna eitt cover lag frá ABBA (hehe), í melódískum metalbúningi, svolítið sem sveitin hefur gert alveg frábærlega. Þeir gera það reyndar ekki á Only Human en þess í stað er að finna frumsamið lag með smá ABBA keim. Frábært lag!
Heimasíða: http://www.at-vance.com/
Tóndæmi - Take My Pain: http://www.afm-records.de/bands/AT_VANCE/sounds/Take_My_Pain.mp3
- Only Human: http://www.afm-records.de/bands/AT_VANCE/sounds/Only_Hu man.mp3

MERCENARY - EVERBLACK
Hvað get ég sagt um þessa hljómsveit sem ég hef ekki sagt áður? Frábært melódískt dauðarokk. Eins og einn gagnrýnandinn sagði: “bandið nær að vera extreme, atmósférískt, dýnamiskt, melódískt og auðvitað þungir eins og í sjálfu helvíti”. Ég ætla ekki að segja neitt meira um þessa plötu, hún er uppmáluð snilld frá byrjun til enda og það er skylda þess sem þetta les að kynna sér tónlist þeirra.
Heimasíða: http://www.mercenary.dk (kíkið á yfirlitið yfir umsagnir fyrir plötuna)
Sieze The Night: http://www.mercenary.dk/download/Mercenary_-_Seize_the_Night.mp3

Þorsteinn
Resting Mind concerts