Wacken Metal Battle 2012 á Nasa 3. mars! HVAÐA SVEIT VERÐUR FULLTRÚI ÍSLANDS Á WACKEN OPEN AIR Í SUMAR?

- Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle á NASA 3. mars 2012
- SÓLSTAFIR Headline'a!
- Miðasala á http://midi.is/tonleikar/​1/6864/


Tónlistarhátíðina WACKEN OPEN AIR í Norður-Þýskalandi þarf varla lengur að kynna fyrir íslenskum rokkurum. Hátíðin er enda sú stærsta og virtasta í þungarokkinu, haldin sleitulaust síðan 1990. Mikilvægi þessarar hátíðar hefur gætt í ítrekuðum mæli fyrir íslenskar þungarokkssveitir upp á síðkastið en á síðustu þremur árum hafa hvorki meira né minna en fimm íslenskar þungarokkssveitir spilað á henni.

WACKEN METAL BATTLE er hljómsveitakeppni þessarar hátíðar sem varla þarf lengur að kynna heldur. Verður hún haldin í fjórða sinn á Íslandi í ár og er að stimpla sig inn sem einn af glæsilegustu tónlistarviðburðum landsins. 6 sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á Wacken Open Air að spila og taka þátt í lokakeppninni þar og hljóta að launum útgáfusamning við NUCLEAR BLAST RECORDS, eitt allra stærsta útgáfufyrirtæki heims í þungarokkinu, sem fellur sigursveitinni þar í skaut. Auk þess er samstarfssamningur í boði við ICS Festival Service, fyrirtækið sem stendur á bakvið Wacken, auk margvíslegra vinninga, fullt af græjum og hljóðfærum.

Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum sem erlendum aðilum sér um að velja sigurvegarann hér á landi en um stærð viðburðarins er það að segja að ekki færri en 8 erlendir aðilar úr tónlistarbransanum, blaðamenn, bókarar og umboðsmenn eiga sæti í þessari dómnefnd. Fulltrúar blaðanna METAL HAMMER, TERRORIZER og CLOSE UP MAGAZINE, vefritsins METAL COVENANT ásamt SEASON OF MIST útgáfufyrirtækisins verða m.a. á staðnum að ógleymdum meðlimi úr hinni goðsagnakenndu sveit TIAMAT. Bókarar og umboðsmenn frá hinum sænsku LUNKAN MUSIC & MEDIA og MTA PRODUCTION verða þarna einnig.

Er ljóst að hér verður öllu tjaldað til. Á síðasta ári komust færri að en vildu og var Sódóma Reykjavík stappaður upp í rjáfur! Reynslan sýnir að þátttökusveitirnar eiga sín allra bestu gigg í þessari keppni, enda mikið í húfi. Umgjörðin í ár verður líka alveg í toppi, Nasa er þekkt fyrir frábæran hljómburð og ekki sakar að hljóðstjórn verður í höndum eins af hljóðmönnunum frá Wacken hvorki meira né minna.

******

Þær hljómsveitir sem koma fram á þessu kvöldi eru eftirfarandi:

SÓLSTAFIR - Verða sérstakir gestir og headline'a kvöldið
- https://www.facebook.com/solstafirice
ATRUM - Sigurvegarar WMB 2011
- https://www.facebook.com/atrumiceland

Keppnissveitir í stafrófsröð:
ANGIST - https://www.facebook.com/angisttheband
BLOOD FEUD - https://www.facebook.com/bloodfeudice
GONE POSTAL - https://www.facebook.com/gonepostalmetal
GRUESOME GLORY - https://www.facebook.com/pages/Gruesome-Glory/117443508299107
MEMOIR - https://www.facebook.com/pages/Memoir/333415090023816
MOLDUN - https://www.facebook.com/Moldun

Gestasveit sem byrjar kvöldið:
BASTARD - https://www.facebook.com/pages/BASTARD/63820030773?ref=ts

Húsið opnar 19:30 - Hefst 20:30

******

TAKIÐ FRÁ 3. MARS!

MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS.


Facebook event: https://www.facebook.com/events/382105455137928/?ref=ts

Bakhjarlar keppninnar eru:
- Rás 2
- Útón
- Pizzan
- Útón
- Grolsch léttöl

Þeir sem gefa verðlaun (nánar tilkynnt síðar hver þau verða)
- Flex og Stúdíó ReFlex
- Jóhann Ingi og Studíó Fossland
- Hljóðfærahúsið / Tónabúðin
- Tónastöðin
Resting Mind concerts