Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum síðan, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari Metallica, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion tvenna veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Seinni tónleikarnir hefjast á miðnætti.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Dagskrá beggja tónleika verður sú að hitað verður upp með efni eftir Metallica áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Orion var stofnuð sérstaklega í tilefni 25 ára afmælis Master of Puppets, en hljómsveitina skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Hljómsveitina Orion skipa þeir Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð í gegnum tíðina m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

Forsala aðgöngumiða er á midi.is.
Facebook síða tónleikana er hér

Staður: Sódóma Reykjavík
Dagsetning: 24. júní 2011
Tími: 20:00 (fyrri tónleikarnir) / 23:59 (seinni tónleikarnir)
Aðgangseyrir: 2.000k