Dynfari - íslenskur svartmálmur Dynfari er tveggja manna svartmálmshljómsveit sem stofnuð var haustið 2010. Hún er skipuð svo:

Jóhann Örn - söngur, bassi, rhythm gítar
Jón Emil - trommur, lead gítar

Fyrsta breiðskífa
Í desember og janúar síðastliðnum tókum við upp okkar samnefndu fyrstu breiðskífu með Árna B. Zoega. Platan hefur verið tilbúin síðan í febrúar/mars en töluverðan tíma hefur tekið að ganga frá ýmsum lausum endum fyrir plötuna. Hér er myndin sem notuð verður á coverið, verk Gumma í Sólstöfum:

Logoið er hannað af okkur og Andreu Á. Aðalsteinsdóttur.

Tracklisti:
1. Von
2. Dynfari
3. Vonleysi
4. Eymd
5. Hol
Lengd: 43 mínútur

Allir textar eru sungnir á íslensku.

Útgáfudagur
Platan mun vonandi koma út á föstu formi í júní (fyrir Eistnaflug). Þangað til langar okkur að gefa ykkur aðgang að henni í heild sinni á rafrænu formi. Hægt er að hlusta á plötuna á netinu eða niðurhala henni (með eða án þóknunar) af Bandcamp síðu okkar:

Bandcamp linkur


Tónleikar
Við munum spila á tónleikum í maí með aðstoð tveggja gestagítarleikara. Auk þess munum við spila á Rauða Torginu, off-venue bar á Eistnaflugi. Búast má við að þessir tvennir tónleikar verði þeir einu þar sem setlistinn verður að mestu miðaður við þessa fyrstu breiðskífu.

Meira efni
Efni er þegar fullunnið fyrir aðra breiðskífu sem stefnt er á að gefa út fyrir árslok.
Við munum einnig eiga nýtt lag á splitti frá litlu bandarísku post-black plötufyrirtæki, Halcyon Recordings. Splittið mun koma út í lok sumars eða í haust.

http://www.myspace.com/dynfari