Wacken Metal Battle - 5. mars á Sódóma Reykjavík HVER VILL SPILA Á WACKEN?

Restingmind Concerts kynnir með miklu stolti:

WACKEN METAL BATTLE á Íslandi.

6 sveitir keppa um heiðurinn til þess að spila á stærsta metalfestivali heims.

Forsala aðgöngumiða: http://midi.is/tonleikar/1/6370/
Miðaverð 1.000

Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 80.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur þungarokksins leika listir sínar. Hefur þessi hátíð verið haldin sleitulaust síðan 1990 og verður því 2011 hátíðin sú 22. í röðinni en þessi hátíð er af mörgum talin Mekka allra þungarokkshátíða.

Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa á síðustu árum gefið fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tækifæri til að koma og spila á hátíðinni og settu í því skyni hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á laggirnar árið 2004. Sigursveit hennar hlýtur m.a. að launum hljómplötusamning, fullt af græjum og hljóðfærum og heiðurinn af því að spila árið eftir á mun betri stað í prógramminu.

Keppnin hefur vaxið jafnt og þétt frá 2004 og í ár munu 30 þjóðir halda undankeppnir í sínu landi og verður Ísland þar á meðal í þriðja sinn. Sigursveitin í hverju landi fyrir sig fyrir sig hlýtur að launum þátttökurétt í lokakeppninni á Wacken.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, sem samanstendur af bæði innlendum sem erlendum aðilum, þar á meðal ritstjóra breska Metal Hammer tímaritsins.

Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu:

********************

ANGIST - www.myspace.com/angisttheband
ATRUM - www.myspace.com/atrumiceland
GRUESOME GLORY - www.myspace.com/gruesomeglory
OPHIDIAN I - www.myspace.com/ophidiani
GONE POSTAL - www.myspace.com/gonepostalmetal
CARPE NOCTEM - www.myspace.com/carpenoctemiceland

********************

Að auki koma fram þrjár gestasveitir og ber fyrst að nefna:

SKÁLMÖLD - http://www.myspace.com/skalmold

sem eru bókstaflega að endurskrifa íslenska þungarokkssögu þessa dagana, þegar staðfestir á Wacken í sumar og fyrsta upplagið af fyrstu plötu þeirra uppselt og það næsta komið í búðir. Skálmöld loka kvöldinu.

WISTARIA - http://www.myspace.com/wistariatheband

Sigurvegarar íslensku Wacken Metal Battle keppninnar í fyrra. Wistaria spiluðu fyrir u.þ.b. 3000 manns á Wacken síðasta sumar og vöktu mikla eftirtekt. Var m.a. tekið við þá heilsíðuviðtal sem birtist í dagblaðinu sem kemur daglega út á Wacken hátíðinni.

Síðast en ekki síst:

MOLDUN - http://www.myspace.com/moldun

sem munu byrja kvöldið. Þessi sveit var hársbreidd frá því að komast í keppnina bæði í ár og í fyrra að það er varla hægt að tala um marktækan mun. Þeir eru því upplagðir til að byrja kvöldið.

Það er því sannkölluð þungarokksveisla hér á ferðinni og tvímælalaust einn af stærstu viðburðunum í þessum geira í ár, Sódóma færður í sérstakan búning, lýsingarbúnaðurinn nýttur til hins ítrasta og allt gert til að viðburðurinn verði sem flottastur.


Tímaplan:

01:35 DJ fram til 05

Gestasveitir 2 og 3
01:00 SKÁLMÖLD
00:35 Úrslit kynnt
00:10 WISTARIA

Keppnisbönd
23:30 ANGIST
23:00 ATRUM
22:30 GRUESOME GLORY
22:00 OPHIDIAN I
21:30 GONE POSTAL
21:00 CARPE NOCTEM

Gestasveit 1
20:30 MOLDUN

19:45 Húsið opnar

18 ára aldurstakmark.
Resting Mind concerts