Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð! Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 3. - 6. ágúst 2010. Spilað er á sex sviðum, þar af 4 aðalsvið og tvö minni.

Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin hlaut Live Entertainment Awards verðlaunin í flokknum Festival of the Year í Þýskalandi 2008. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju.

HÓPFERÐ Á WACKEN - MEKKA METALSINS!
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð frá 2004 og ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst - Alveg satt!

Um er að ræða hópferð með rútum frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken svæðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér til Danmerkur.

HÁTÍÐ MEÐ UM 80 HLJÓMSVEITUM - M.A. ÍSLENSKUM SVEITUM
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en ballið er bara rétt að byrja, því það verða um 80 sveitir á Wacken og síðustu sveitirnar verða líklega ekki staðfestar fyrr en nokkrum mánuðum fyrir festivalið eins og gengur og gerist með svona festivöl. Við þetta bætast svo 30 sveitir sem taka þátt í Metal Battle hljómsveitakeppninni en margar stórfínar sveitir verða þar á meðal.

AIRBOURNE - Áströlsku arftakar AC/DC.
APOCALYPTICA - Finnskur sellómetall. Setja ávallt á svið svakaleg show.
AVANTASIA - Tobias Sammet úr Edguy með Metal Opera projectið sitt.
BLIND GUARDIAN - Masters of German Heavy Metal. Tolkienmetall.
EXCREMENTORY GRINDFUCKERS - Grindarar með húmorinn í fyrirrúmi.
MAYHEM - Norsku black metal goðsagnirnar.
OZZY OSBOURNE - Vonandi kemur Sharon ekki með.
SUICIDAL TENDENCIES - Mike Muir og félagar. Löngu orðnar goðsagnir.
WARRANT - Ekki bandarísku glysrokkararnir, heldur þýskt speed metal stál!
<Sigurvegarar Metal Battle Iceland>

Enn er bara nýbyrjað að staðfesta sveitir en í Desember má búast við að a.m.k. ein sveit verði staðfest hvern dag fram að 24. des.

TÓNLEIKASVÆÐI, AÐBÚNAÐUR OG MARKAÐUR
Á Wacken eru 5 stór svið og 2 minni. Tvö aðalsvið sem heita True Metal Stage og Black Stage, eitt aðeins minna: Party Stage, og tvö enn minni: WET Stage og Wackinger Stage. Ennfremur eru svo tvö lítil svið, þar sem óformlegri tónleikasveitir spila og aðrir viðburðir eiga sér stað: Beer Garden stage og Bullhead City Tent.

Aðbúnaður á svæðinu er til mikillar fyrirmyndar. Wacken er útihátíð, þar sem langflestir gista á tjaldsvæði sem er alveg við tónleikasvæðið. Íslendingahópurinn er t.d. vanur að finna sér tjaldstæði í ekki meira en 5-10 mín göngufæri við tónleikasvæðið. Vatnsklósett er að finna á víð og dreif um svæðið, ásamt sturtum.

Fyrir þá sem vita ekki hvað gera á við peningana sína, þá er hægt að versla sér allan þann hugsanlega varning sem gæti tengst þungarokki og útihátíð á einhvern máta: m.a. tónlist, föt og skartgripi

FERÐATILHÖGUN
Lagt er af stað frá Köben að morgni þriðjudagsins 2. ágúst!! Þetta er nauðsynlegt því að tónleikahald byrjar óformlega strax á miðvikudeginum. Áður fyrr, þegar við komum á staðinn á miðvikudeginum var einnig ávalt mikið um langar biðraðir á þjóðvegunum að Wacken og menn þurftu að bíða í rútum í langan tíma af þeim sökum (sem er svosem ekkert slæmt með kaldar veigar við hönd og metal í græjunum).

Þetta þýðir auðvitað að fólk verður að vera komið til Köben á mánudeginum í síðasta lagi! Brottför frá Wacken er á sunnudeginum, 7. ágúst og áætlaður komutími í Köben er um 20-21 leytið.

WACKEN METAL BATTLE ICELAND - ÍSLENSKT BAND Á WACKEN
5. mars 2011 verður í þriðja skipti haldin Wacken Metal Battle keppni á Íslandi. Þessi keppni er live hljómsveitakeppni, þar sem sigurhljómsveitin fær réttinn til að spila á Wacken og taka þar með þátt í lokakeppni Metal Battle. 30 þjóðir munu taka þátt í Metal Battle 2011, en sigurvegar lokakeppninnar munu hljóta m.a. hljómplötusamning, ásamt hljóðfærum, mögnurum og fleiru. Hljómsveitin Wistaria stóð uppi sem sigurvegari keppninnar á Íslandi 2010, en 2009 var það hljómsveitin Beneath sem gerði það. Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á http://www.metal-battle.com

VERÐIÐ
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Fyrir þá sem þegar hafa tryggt sér miða á festivalið býðst mönnum að panta bara pláss í rútunni. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Livescenen, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunum til og frá Wacken. Athugið að flugið til Kaupmannahöfn er fyrir utan þennan pakka og á ábyrgð hvers og eins fyrir sig, enda flugframboð þangað mikið og ódýrt fyrir og mismunandi hvað fólk vill vera lengi í Köben fyrir/eftir festivalið.

Innifalið í pakkanum er þetta:
* Miði á Wacken hátíðina (augljóslega ekki fyrir þá sem panta bara rútuferðina).
* Rútuferð frá Köben beint á Wacken svæðið og til baka.
* Grillveisla á þriðjudeginum (fólk kemur með sinn eigin mat á grillið, hægt að kaupa á leiðinni í rútuferðinni þegar stoppað er á landamærum Danmerkur og Þýskalands). Livescenen sér um að redda grillum.
* Partýtjald. Síðustu ár hefur verið fjárfest í risa 3 x 9 metra tjöldum sem komu mjög vel að notum. Verður slíkt gert aftur, en þessi tjöld eru himnasending ef það rignir eða sólín skín af of miklum krafti.
* Full Metal Service sem samanstendur m.a. af eftirfarandi:
- Tjaldsvæði og kostnaður vegna rusls.
- Aðgangur að sundsvæði Wacken. Skutla ferjar fólk að Schenefeld sundlauginni.
- Engin takmörkun á þeim mat og drykk sem fólk getur haft með sér á tjaldsvæðið.
- Eingöngu græn svæði fyrir tjaldsvæðin.
- Full Metal Bag, bakpoki sem verður fullur af goodies…

Verðið sem þetta kostar allt saman er 2130 danskar krónur (DKK). Þetta er því miður hærra verð en í fyrra, en hefur hækkað sökum breytinga á skattalögum í Danmörku og Livescenen því skattlagðir meira. Það er kreppa á fleiri stöðum en á Íslandi greinilega… Sem betur fer hefur gengið á dönsku krónunni lækkað talsvert frá því síðast og því ætti ferðin að vera á svipuðu verði íslenskum krónum.

Fyrir þá sem hafa tryggt sér miða, er einnig hægt að panta bara pláss í rútunni og verðið fyrir þann pakka er 1140 DKK!

JÓLATILBOÐ
Það er alltaf gaman að geta komið með svona tilkynningu, en Livescenen hefur sett inn jólatilboð: 1770 DKK fyrir allan pakkann. Einungis eru 15 miðar í boði fyrir íslendingana og greiðsla verður að hafa borist mér 26. des. Hver maður má bara panta miða fyrir sjálfan sig og hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.
[u]Afborganir[/u]
Fyrir þá sem vilja, þá mun ég bjóða upp á afborganir á pakkanum, 2, 3, eða 4. Heyrið í mér varðandi það! (Ekki í boði fyrir jólatilboð)
[b]NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING[/b]
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni. 
MSN: restingmind "hjá" msn.com 
Email: thorsteinnk "hjá" hive.is (nota það frekar en msn meilinn) 
Sími: 557-5599 og 823-4830 
Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum: 
Nafn 
Heimilisfang, póstnr og staður 
Kennitala 
Heimasími og GSM 
Email og 
MSN login (ef annað en email). 
Og ég svara um hæl með upplýsingum um hvernig er hægt að borga en einungis er hægt að greiða fyrir ferðina í ár með kreditkorti.
[b]ALDURSTAKMARK[/b]
Eins merkilegt eins og það hljómar, þá setur Wacken ekkert eiginlegt aldurstakmark á hátíðina sína. Það eru þó nokkrar takmarkanir og eru þær eftirfarandi. 
* Eldri en 18: Engar takmarkanir og ekkert vesen.
* 16 - 18 ára: Þurfa að fá leyfi forráðamanns til að fara í ferðina. Þurfa að fylla út einfalt skjal frá Livescenen þess efnis.
* Yngri en 16 ára: Leyfður aðgangur í fylgd með forráðamönnum EÐA með undirskrifaða yfirlýsingu frá forráðamanni um leyfi ungmennisins til að fara á hátíðina þar sem tilgreindur er einstaklingur sem mun bera ábyrgð á ungmenninu á hátíðinni. Yfirlýsingu þessa má finna hér. Þetta er þýskt skjal (á ensku reyndar) og fylgir þýskum lögum.
* Miðað er við afmælisdag varðandi aldurstakmörkin.
* ATH!! Mikilvægt er þó, að einstaklingur sem ekki treystir sér til að standa á eigin fótum, rata um í ókunnugum borgum erlendis og bjarga sér, á ekkert erindi í ferð sem þessa. Ferðin útheimtir að ferðalangar bóki sitt eigið flug og gistingu í Köben og komi sér á brottfararstað rútunnar.
Þorsteinn
Resting Mind concerts