PRÓFLOKASLAMM 17. DESEMBER. Þann 17. desember munu fjórar af öfgafyllstu öfgasveitum landsins í dag koma saman á tónleikum og byrja jólafríið með trompi, beint eftir próf. Tilvalinn vettvangur til að hrista úr sér prófastressið.

LOGN:
Landsins grimmasti kvartet með íhugandi texta. Crust, grind og metall sem hefur slípast með aukinni reynslu bandsins á sama tíma og tónlistin hefur orðið opnari og ákafari.

MUCK
hefur á skömmum tíma orðið óútreiknanlegasta öfgasveit landsins. Áfergjan, sjálfseyðingarhvötin og vægðarleysið er hratt og órólega að finna sinn hljóðheim.

GONE POSTAL
halda áfram að opna nýjar dyr og fikra sig inn á nýjar slóðir á sínum eigin tíma og á sínum forsendum. “Nýja” lænöppið meira sannfærandi með hverju gigginu, meiri sorti og drungi en áður en ávallt brútal dauðarokk.

WORLD NARCOSIS:
Powerviolence og mulningsmetall sem á engan sinn líkan á Íslandi. Blast beats, örvænting og sjúkasti vókall sem heyrst hefur í háa herrans tíð.


Tónleikarnir verða haldnir á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42 og kostar 800 krónur inn.
Húsið opnar klukkan 19:30 og mun fyrsta hljómsveit stíga á svið klukkan 20:00.
Einnig verða kökur og kakó í boði fyrir klink.

Hljómsveitirnar eru allar á fullu að vinna í útgáfum sem eru væntanlegar á fyrri hluta næsta árs og munu þær flytja efni af þessum útgáfum en það er aldrei að vita nema það heyrist eitthvað ennþá nýrra, jafnvel áður óheyrt efni. Ágóðinn af þessum tónleikum fer upp í útgáfukostnað sveitanna.

nýtt frá World Narcosis: http://worldnarcosis.bandcamp.com/
nýtt frá Muck: http://www.reverbnation.com/muckiceland
nýlegt frá Gone Postal: http://www.myspace.com/gonepostalmetal
nýtt frá Logn: http://logn.bandcamp.com/