Entwine - gothic metal í stíl við HIM Helgin 10-11. maí verður svolítið sérstök fyrir mig, því þá fer ég á tvenna tónleika, s.s. bæði föstudag og laugardag.

Á föstudeginum eru tónleikar í Köben, þar sem fjórar sveitir munu spila (þrjár af þeim staðfestar), þær Manticora (DK),
Meduza (SE) og
Loch Vostok (SE).
Ekki er alls víst að þið þekkið þessar sveitir og því bendi ég á http://www.intromental.com/sounds/sounds.htm fyrir hljóðdæmi.

Á laugardeginum eru svo tónleikar í Malmö, hinum megin við Öresundsbrúnna, þar sem eftirfarandi sveitir spila:
Theater of Tragedy (NO)
Entwine (FI) og
Ram-Zet (NO)

Ég nefndi Ram-Zet hérna í fyrradag, sveit sem ég er alvarlega farin að fíla, enda spila þeir virkilega tekníska samsuðu af hreinlega öllum helstu undergreinum þungarokksins.

Entwine er hins vegar sú sveit sem ég vill nefna núna.

Sveitin kemur frá Finnlandi, sem er farin að nálgast Svíþjóð alvarlega hvað varðar að gefa af sér gæða þungarokksbönd og er reyndar þannig komið að mjög margar þungarokkssveitir þaðan komast inn á topp 10 eða jafnvel topp 5 með plötur sínar, sem er svolítið merkilegt þar sem ekki er um að ræða þetta venjulega Nu Metal, heldur melódískt metal power og progressive. Dæmi um þetta eru Nightwish, Sonata Arctica, HIM, Children of Bodom og Stratovarius.

Entwine spilar tónlist sem getur flokkast sem melódískt gothic metal. Tónlistin er ekkert ósvipuð tónlist samlanda þeirra í HIM, þó svo að mínu mati sé tónlist Entwine minna gothic og meira metal, krydduð með strengjum og virkilega skemmtilegum melódíum á köflum. Sándið er hnausþykkt, skapað af mörgum layerum, þar sem þetta blandast allt mjög vel saman, ekki ósvipað því sem Pain of Salvation hafa verið að gera á síðustu plötum sínum. Söngvarinn minnir á söngvara HIM en auk þess skartar sveitin kvenmannsrödd svona af og til. Sveitin er nýbúin að klára að taka upp sína þriðju plötu, Time of Despair sem ég hef ekki heyrt í fullri lengd en önnur plata þeirra heitir Gone og er nokkuð sterk. Ég geri fullvíst að aðdáendur HIM eiga eftir að hoppa hæð sína yfir þessari plötu, en aðrir ættu örugglega að finna ýmislegt fyrir sinn snúð (þetta er jú ekki HIM).

Lagið Grace af plötunni er alveg frábært. Rólegt og rómantískt, með alveg ógleymanlegri melódíu…

Á heimasíðu þeirra, http://www.entwine.cjb.net er hægt að nálgast nokkur 1 mínútna tóndæmi af plötunni og mæli ég með að fólk fari þangað og kíki á þetta. Reyndar er ekki lagið Grace þar (helv. vitleysingar að hafa það ekki með, hehe) en hér eru nokkur sem ég mæli með:

Thru The Darkness: http://www.spinefarm.fi/web/entwine/downloads/gone/thruthedark.mp3
Blood of Your Soul: http://www.spinefarm.fi/web/entwine/downloads/gone/bloo dofsoul.mp3
Snow White Suicide: http://www.spinefarm.fi/web/entwine/downloads/gone/snow hite.mp3
Closer (my love): http://www.spinefarm.fi/web/entwine/downloads/gone/clos er.mp3

Platan Time of Despair er kynnt á heimasíðu plötufyrirtækis þeirra, Spinefarm Records og af nýja efninu að dæma er sveitin nokkurn veginn á sömu slóðum. Gothic Metal eins og það gerist best…

Kíkið hérna: http://www.spinefarm.fi/metal/entwine/entwine.htm til að ná í tóndæmi af nýju plötunni.
Resting Mind concerts