L´Esprit du Clan (Frakkland) tónleikageðveiki í Rvk 19/20. nóv 2010 Rokk Punk Metall í samstarfi við Resting Mind Concerts og Dordingul.com kynnir:

L'ESPRIT DU CLAN

Tónleikatvenna í Reykjavík
19. nóv 2010 - Hellirinn, TÞM
20. nóv 2010 - Sódóma Reykjavík


Póster: http://www.hardkjarni.com/gigs/img/declangig-web.jpg

Þegar menn hugsa um stórar evrópskar þungarokkssveitir dettur sjálfsagt flestum fyrst í hug sveitir frá löndum eins og Bretlandi, Norðurlöndunum og jafnvel Þýskalandi og Hollandi. Frakkland er hins vegar land sem hefur kannski ekki verið mikið í sviðsljósinu hvað þungarokkið varðar, en hefur samt verið duglegt að ala af sér sveitir sem skapa frumlega tónlist í háum gæðaflokki. Sveitir á borð við Gojira, Scarve, Eths og Deathspell Omega koma þar upp í hugann.

L’Esprit Du Clan, (Spirit Of The Clan í enskri þýðingu) er ein þessara sveita. Hún var stofnuð fyrir hartnær 18 árum, árið 1992 í París, þegar meðlimirnir voru enn á menntaskólaaldri. Sameiginlegur smekkur á kraftmikilli tónlist með sterku pólitísku ívafi var lykilatriðið bakvið stofnun bandsins og á næstu árum vakti sveitin mikla athygli. Áður en fyrsta plata þeirra, EP platan “Chapitre 0” (Kafli 0), kom út 1999 var nafnið l‘Esprit du Clan orðið vel þekkt í París og víðar. Í kjölfarið fylgdu stór tónleikaferðalög þar sem sveitin stimplaði sig svo um munaði inn í þungarokksgeirann og fljótlega náðust samningar við Virgin Records. Eftir það var allt á uppleið. Árið 2002 kom út fyrsta breiðskífan, “Chapitre 1”, því næst “Chapitre II: Reverence” árið 2005 og svo leit “Chapitre III: Corpus Delicti” dagsins ljós 2007.

Í fyrra kom svo út nýjasta platan “Chapitre IV: L'Enfer C'est Le Notre” (Chapter 4: This Hell Is Ours) þar sem sveitin skartar stíl sem er reiðari en áður. Platan er masteruð af Tue Madsen hjá Antfarm Studios, gefin út af XIII BIS Records og dreift af Sony-BMG. Er það mál manna að þessi plata lyftir bandinu á nýjan stall á borð við það allra besta í metalheiminum. Með yfir 400 tónleika í gegnum árin í farteskinu hefur sveitin getið sér afar gott orð sem sterkt tónleikaband, og því verða tónleikar þeirra hér á landi eitthvað sem enginn rokkari verður svikinn af.

Hér er sveitin á sviði á sveittum tónleikum í Póllandi í fyrra í litlum klúbbi.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3NzVrMFc53A

og hér er annað lag með henni á líklega sömu tónleikum (þó fyrr í programminu þegar svitinn var eitthvað minni). Þetta er titillag nýjustu plötunnar, “Þetta helvíti er okkar”!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xHOfMXLC5Qg

Upplýsingar um tónleikana

Föstudagur 19. nóvember 2010
Staður: Hellirinn, TÞM
Húsið opnar 20:00 - Hefst 20:30
Ekkert aldurstakmark - 1.500 kr inn.
Upphitun:
Changer
Angist


Laugardagur 20. nóvember 2010
Staður: Sódóma Reykjavík
Húsið opnar 22:00 - Hefst 23:30
18 ára aldurstakmark - 1.500 kr inn
Upphitun:
Changer
Skálmöld
Angist


Tónlistarmyndbönd
Hér eru nokkur tónlistarmyndbönd með l'Esprit du Clan af Youtube.

Et Caetera - af Chapitre II
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Eobf9lOf1VA

Reverence - af Chapitre II
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yAZOphM8pcE

Sous Estimes - af Chapitre I
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lQUg0ilJK_s

Je Regarde le Monde - af Chapitre IV
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Bz29Z8KArF4
Resting Mind concerts