Momentum - Fixation, at Rest - Ný plata í verslunum Það hafði allveg farið framhjá okkur að setja tilkynningu um þetta hér.


14.maí síðastliðinn kom út þriðja plata Momentum en jafnframt fyrsta breiðskífa. Platan ber heitið ‘Fixation, at Rest’
Platan var tekin upp, í Island Studios í Vestmannaeyjum, í júlí 2009 og í heimahúsi á Njálsgötu út haust/vetur 2009. Mix og mastering er eftir Axel Flex Árnason en hann sá einnig um upptökur ásamt Momentum. Mikil vinna liggur að baki og eru komin um 2 ár síðan fyrstu hugmyndir að plötunni fóru að hljóma á æfingum. Platan inniheldur 10 lög og er rétt undir klukkustund að lengd. Hverju lagi fylgir einstakt listaverk sem tengist bæði texta, tónlist og heildarhugmyndafræði plötunnar. Hönnun myndlistar og umslags er eftir söngvara/bassaleikara sveitarinnar Hörð Ólafsson. Platan er til í öllum helstu verslunum, Eymundson, skífan, Valdi, Havarí, Smekkleysa ofl. Fyrir þá sem vilja kaupa á netinu er bæði hægt að verlsa 320kbps mp3 á gogoyoko.com og ef fólk vill frekar versla plötuna sjálfa er hægt að nálgast hana á netverslun RecordRecords - http://recordrecords.is/Netverslun/CD/

Momentum
Trommur - Kristján
Gítar - Erling
Gítar/söngur - Ingvar
Söngur/Bassi - Hörður

Gestir

Ragnar - Söngur
Dagur - Söngur
Axel - Söngur
Flex - Almenn vitleysa
Magnús - Söngur
Unnur - Söngur
Hallgrímur - Selló
Karl - Acoustic/electric Fiðla
Jón - Píanó

Hljóðdæmi og tenglar
http://momentum.bandcamp.com/
http://www.reverbnation.com/#/momentumiceland
http://www.myspace.com/momentumtheband
http://www.facebook.com/pages/momentum/332952150507
http://www.gogoyoko.com/#/artist/momentum