http://img139.imageshack.us/img139/1369/fortidposternetversion.jpg

Norsk/Íslenska svartmálmssveitin Fortíð mun leika hér á tvennum tónleikum annan og þriðja júlí næstkomandi. Svona af því að það komast nú ekki allir á eistnaflug.

Föstudagskvöldið 2 júlí verða 18+ tónleikar á VENUE, húsið opnar 22:00 aðgangseyrir 1500 kr
Laugardagskvöldið 3 júlí verða svo tónleikar fyrir alla aldurshópa í TÞM, húsið opnar 20:00, aðgangseyrir 1500 kr

Hljómsveitin Fortíð var stofnuð á Íslandi sem sólóverkefni Einars Thorbergs, AKA Eldur með það meginmarkmið í huga að koma mikilvirtasta riti Ásatrúarinnar Völuspá í tónlistarform, til heiðurs þeirrar fornu trúar. Þetta ætlaði Eldur að gera í formi trílogíu. Og strax árið 2003 kom svo út frumraunin “Völuspá part I: Thors Anger” á vegum No Colours Records.

Þar sem þetta var hliðarverkefni Elds á þessum tíma, en hann var virkur m.a. í bandinu Potentiam um það leyti, þá kom “Völuspá part II: The Arrival of Fenris” ekki út fyrr en árið 2007. Seinnipart árs 2008 flutti Einar “Eldur” til Noregs til að fullmanna hljómsveitina og á meðan hann leitaði að réttum einstaklingum í bandið kláraði Eldur loka kafla trílogíunnar “Völuspá part III: Fall of the Ages”

Á tímabilinu desember 2008 - júní 2009 varð Fortíð svo fullmannað 5 manna band.

Meðlimirnir eru auk Einars: Hinn enski Daniel Theobald á trommum
Svíinn Rikard Jonsson á bassa
Norðmaðurinn Öystein Hansen á gítar og landi hans Gaute Refsnes á Synthesizer.

Það var svo í ágúst 2009 sem fyrstu Fortíðartónleikarnir voru haldnir og í desember sama ár skrifaði bandið undir
samning við þýska útgáfufyrirtækið Schwarzdorn Production.

Þann 26 mars 2010 kom svo Fall of the Ages út og er óhætt að segja að meistaraverk sé þar á ferð. Í kjölfarið eða 2. apríl sl. kom Fortíð fram á hinu þekkta festivali Inferno í Noregi, og gekk ótrúlega vel.

Þegar hér var komið sögu, var bara ekki eftir neinu að bíða…fólk vildi fá Einar Eld og Fortíð heim til Íslands og hefur það náðst í gegn og fá Fortíðarunnendur ekki bara eina tónleika, heldur þrenna í júlí í sumar! Fortíðartvenna helgina 2. - 3. júlí og svo verða þeir nr. 7 í röðinni á svið á Eistnaflugi fimmtudaginn 8. júlí!

2. júlí á Venue:

Fortíð - http://www.myspace.com/fortidofficial

Carpe Noctem - http://www.myspace.com/carpenoctemiceland

Forgarður Helvítis - http://www.helviti.com/forgardur/

Wistaria - http://www.myspace.com/wistariatheband


3. júlí í TÞM:

Fortíð - http://www.myspace.com/fortidofficial

Atrum - http://www.myspace.com/atrumiceland

Pissanthrope

Chao - http://www.myspace.com/chaobm