ANDSPYRNUHÁTÍÐ Í TÞM FÖS 19. FEB. Kominn tími til að halda Andspyrnuhátíðir aftur … á þessum tímum andspyrnu gegn ofurvaldi fjármagns og stjórnvalds.

Dagskrá:

MANSLAUGHTER
LOGN
DYS
DEATHMETAL SUPERSQUAD
MOLDUN
SLEEPS LIKE AN ANGRY BEAR
VIÐURSTYGGÐ

Eins og alltaf á Andspyrnuhátíðum … góð blanda af pönki, rokki, melodíu, gargi og geðveiki.

Ballið hefst stundvíslega klukkan 19.00

inngangseyrir 500 kr - allur ágóði styrkir útgáfu anarkistatímaritsins Svartur Svanur en þriðja tölublað er mun veglegra en tvö fyrri og því prentkostnaður meiri.

Kassi af ókeypis geisladiskum úr einkasafni Sigga pönk verður þarna svo allir fá frían disk með innganginum.

Og auðvitað dreifing af radikal bókmenntum

Það er allltaf mætt snemma á Andspyrnuhátíðir. Haldið því áfram þannig að enginn missi af neinu. Þessar hljómsveitir eru þess eðlis að spila almennt stutt sett - reikna með 20 mín á hvert band og 10 mín á milli banda þannig að - ég endurtek - mætið snemma og verið virkir þátttakendur í hátíðinni … böndunum verður stillt upp á gólfinu fyrir framan sviðið … engin gjá milli þeirra sem spila og þeirra sem njóta.