Tekið af facebook event sem Top of the Rock setti inn

Loksins kemur þunga-ROKK í Top of the Rock!

Strákarnir í Dark Harvest koma á Ásbrú (gamla varnarsvæðið) og halda alvöru þungarokkstónleika fimmtudaginn 4. febrúar kl 22:00 í Top of the Rock - Grænásbraut 920.

Þar eru á ferðinni
Gulli Falk - Guitar
Kristján B. Heiðarsson - Drums
Magnús Halldór Pálsson (Maddi) - Bass
Jenni - Vocals.

Gulli Falk hefur lengi verið að semja og gefa út tónlist, bæði sólóplötur og með hljómsveitinni Exist. Dark Harvest er hugarfóstur Gulla Falk, enda eru öll lögin eftir hann.

Með Gulla í Dark Harvest eru tveir miklir meistarar, bassaleikarinn Maddi (Forgarður Helvítis) og trommarinn Kristján, (Bootlegs, Changer).

Svo er það Jenni (Brainpolice) sem þenur raddböndin af alkunnri snilld.

Meðal laga sem Dark Harvest hafa gefið út má nefna:

Beyond the Stars
Sunny Valentino
Deeper
East meets West
Fast Train
Finding Time
Samba la Vista
Two More

http://myspace.com/darkharvestonline
http://reverbnation.com/darkharvestonline

Það er því heldur betur frábært tækifæri til að sjá Dark Harvest taka á því á sviðinu í hörku þungarokki á Top of the Rock ! ! !

Svo er það hljómsveitin Narfur sem hitar upp fyrir Dark Harvest.

Þar eru á ferðinni:
Teitur - Guitar/Vocals/keyboards-
Steini - Guitar
Fúsi - Bass
Gunni - Fiddle/vocals/guitar
Skúli - Drums

Narfur er hljómsveit sem var stofnuð 2005 og hefur verið að spila meira og minna síðan.

http://www.myspace.com/narfur

1.000 kr. inn

Hérna er info um Top of the Rock af Reverb Nation síðunni, heimilisfangið og staðsetning á korti. Barinn er frekar ódýr, bjórinn á 500 kr til dæmis, ekki slæmt það.

http://www.reverbnation.com/venue/topoftherock