Aðventukvöld Andkristnihátíðar X - 19. des 2009 Frá Atla Jarli:

Plakat: http://i81.photobucket.com/albums/j201/Zorglubb/ADVX.jpg

Sólstafir
http://www.myspace.com/solstafir
Beneath
http://www.myspace.com/beneathdeathmetal
In Memoriam
http://www.myspace.com/inmemoriamthrash
Gone Postal
http://www.myspace.com/gonepostalmetal


19. desember 2009
CAFÉ AMSTERDAM
1000kr Aðgangseyrir

Húsið opnar 22:00
Fyrsta band á svið 22:30
18 ára aldurstakmark


Dömur mínar og herrar, fyrst af öllu langar okkur aðstandendum Andkristnihátíðar að tilkynna ykkur að 10. hátíðin mun frestast þar til helgina 9.-10. apríl 2010. Það er helgin eftir páska, svo í stað þess að blóta fæðingu Ésús, þá ætlum við að fagna dauða hans! Ástæður frestunar eru gríðarlega margar, bæði skipulagslegar og fjárhagslegar, en til að geta boðið upp á hátíð af því kalíberi sem búið er að stefna að í tæpt ár, þá var ljóst að hátíðin varð að færast yfir á annan árstíma. Við fullvissum ykkur um að þau loforð sem gefin hafa verið, standa að fullu, en nánari frétta er að vænta á næstu dögum!

Við ætlum okkur ekki að eiga þungarokkslaus jól engu að síður, og því ætlum við að blása til Aðventutónleika á Café Amsterdam um sólstöðuhelgina. Þar munu koma fram fjórar þungavigtarsveitir sem munu sjá til þess að enginn lendi í Jólageitinni.

Ég bendi fólki á að fylgjast með síðum Andkristnihátíðarinnar á komandi vikum:
Andkristni @ MySpace
Andkristni @ Facebook
Resting Mind concerts