Það gerist engan veginn á hverjum degi, ekki einu sinni á hverju ári að hið goðsagnakennda íslenska drungarokksband XIII stígi uppá svið, en það mun gerast 12. september næstkomandi þegar að sveitin leikur á tónleikum með gleðistrumpunum í Sólstöfum á Sódómu Reykjavík.

XIII hafa ekki leikið á tónleikum í nokkur ár núna, eða síðan á útgáfutónleikum Magnifico Nova á Gauk Á Stöng. Ásamt Halli Ingólfssyni mun XIII mun státa af “classic” lænöppinu sem gerði meistaraverkið “Salt” árið 1993.

Þetta verða síðustu tónleikar Sólstafa hérlendis áður en sveitin leggur af stað í mánaðalangt Evrópuferðalag.

Inngöngukostnaður verður á gamla genginu, eða litlar 1000 krónur íslenskar.
Fjörið hefst uppúr kl 2200 og aldurstakmark er 20 lífsár!