Eins og þið eruð örugglega öll búin að lesa, þá spiluðu Dream Theater tvenna tónleika í Barcelóna fyrir stuttu á evróputúr sínum. Fyrri tónleikarnir voru “venjulegir” tónleikar, með Pain of Salvation sem upphitun eins og vanalega, en seinna kvöldið spiluðu Dream Theater einir, gáfu PoS frí og spiluðu tónleika í tveimur settum.

Þegar þeir birtust á sviðinu við byrjun seinna settsins, þá gerðu þér sér lítið fyrir og spiluðu alla Master of Puppets plötuna eftir Metallica, eins og hún leggur sig. Dream Theater hafa nefnilega aldrei falið aðdáun sína á Metallica (eldra efni) og spilað cover lög með þeim af og til á tónleikum sínum.

Á umræðuborði trommarans í Dream Theater, Mike Portnoy, póstaði svo einn aðal umsjónarmanna borðins link að þessum bootleg (ásamt öðrum reyndar, þegar DT spilaði í París á sama túr).

Síðan þá hefur álagið verið óstöðvandi og settir hafa verið upp mirror'ar, sem einnig hafa verið rauðglóandi síðan…

Samt, hér eru þrír linkar, ef þið hafið áhuga á að reyna að ná í eitthvað af þessu…

Upprunalegi linkur: http://mike.shine1.com/dt/boots/
Mirror 1: http://208.28.236.84/~ryan/dt/
Mirror 2: http://singe.everonn.net/dtmop

Eitthvað af þessu getur legið niðri, en reynið þá bara hina og prófið svo aftur eftir smá stund…

Þorsteinn
Resting Mind concerts