Yep. Eiríkur verður fimmtugur nk 4. júlí og hefur kappinn ákveðið að vera með tónleika í Austurbæ af tilefninu þar sem fjöldi gesta kemur til að heiðra kappann og meðal annarra félagar hans í ARTCH frá Noregi.

Ég ætla ekki að missa af því.

Sjá lýsingu og miðasölu á http://midi.is/tonleikar/1/5565/

“Eiríkur Hauksson 50 ára 4. júlí 2009

Þann 04. júlí n.k er merkisdagur i íslenskri tónlistarsögu því þá verður rokkarinn Eiríkur Hauksson 50 ára gamall. Af því tilefni verður blásið til stórveislu í Austurbæ þann sama dag þar sem Eiríkur stígur á svið ásamt mörgum góðum gestum, vinum, vandamönnum og samferðafólki í gegnum tíðina. Margir hafa boðað komu sína, jafnt innlendir sem erlendir tónlistarmenn og er óhætt að segja að afmælisveislurnar verði ekki mikið veglegri en Eiríkur býður upp á á sjálfan þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Það þarf því ekki að koma á óvart þó hann snari titli afmælisveislunnar upp á enskuna og vitni í þann merka dag sem sameinar hann og Bandaríkin norður ameríku, þ.e.a.s. ”Born on the 4th of july“.

Hljómsveit hefur verið sett saman sérstaklega fyrir afmælið og skipa hana menn sem lengi hafa spilað með Eiríki, í bland við yngri menn. Auk þess standa dygga vakt í röddum þær Hera Björk Þórhallsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Hljómsveitina skipa: Sigurgeir Sigmundsson gítar, Róbert Þórhallsson bassi, Benedikt Brynleifsson trommur, Þórir Úlfarsson hljómborð og Kjartan Valdemarsson hljómborð.

Mikill fjöldi gesta mun heiðra Eirík Hauksson á afmælisdaginn og þeir sem hafa nú þegar boðað komu sína eru norsku vinir hans úr hljómsveitinni ARTCH, KEN HENSLEY einn meðlimur hinnar fornfrægu hljómsveitar Uriah Heep og Kim Steinberg forsprakki Magic Pie. Auk þess hafa þó nokkrir af íslensku tónlistarfólki og vinum hans boðað komu sína og má því reikna með einhverjum óvæntum uppákomum þegar líður á kvöldið. Á tónleikunum mun Eiki fara í gegnum feril sinn í máli og tónum og er fullvíst að enginn verður svikinn af þessari frábæru afmælisveislu í Austurbæ.”

Nokkur myndbönd með Artch

Artch í norska sjónvarpinu
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=LpeigpZ5eMg

Hér er eitt besta lagið með þeim (að mínu mati): Titanic
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=LA2_NiKWhIE

Hér er Artch live í fyrra, í heimabæ þeirra Sarpsborg. Þetta eru 2 clip, Metal Life og Loaded.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GWRmn5USmng

Hér er Eiki að koma fram með prog rock sveitinni sinni Magic Pie. Kallinn spilar einnig á gítar í þessari sveit… Dagsetning: 23. ágúst 2008, Symforce II hátíðin í Hollandi. Lagið heitir Pointless Masquerade
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8Dxqu5CYN2I
Resting Mind concerts