EÐALMETALL Á SÓDÓMU 29. MAÍ! Á föstudaginn næstkomandi munu verða haldnir eðaltónleikar á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikarnir eru í samstarfi við X-ið 977 og munu nokkrir meðlimir úr hljómsveitunum vera í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon kl. 3 á föstudaginn. Þarna munu 5 úrvals dauðarokkshljómsveitir troða upp frá 10 og langt fram eftir nóttu.

Þetta eru tónleikar sem alls enginn á að láta sig vanta á enda á frábærum stað og þar að auki frítt inn. Þeir sem fara á Ramming Speed tónleikana fyrr um kvöldið þurfa ekki að hafa áhyggjur því að þessir tónleikar byrja eftir þá svo að fólk geti stokkið yfir á Sódómu.

Hér eru allar helstu upplýsingar um tónleikana:


Hvar?: Sódóma Reykjavík, Tryggvagötu 22 - 101 Reykjavík
Hvenær?: Föstudaginn 29. Maí
Klukan hvað?: Húsið opnar 22:00 - Fyrsta band á svið 22:30
Hvað kostar?: Ekki neitt. Frítt inn.
Aldurstakmark?: 20 ára



Hljómsveitirnar sem spila eru:


Gone Postalhttp://www.myspace.com/gonepostalmetal

Beneathhttp://www.myspace.com/beneathdeathmetal

Changerhttp://www.myspace.com/changermetal

Bastardhttp://www.myspace.com/heavymetalbastard

Blood Feudhttp://www.myspace.com/bloodfeudice