Dream Theater - Black Clouds & Silver Linings Prog-metal hljómsveitin Dream Theater hefur undanfarna mánuði verið að vinna að nýrri plötu og er núna búið að taka hana upp. Þetta er 10. stúdíó platan hjá þeim en það eru liðin 20 ár síðan fyrsta platan þeirra, When Dream and Day Unite, kom út. Síðan þá hefur tónlistin þeirra þroskast og hæfnin hjá þeim mikið aukist.
Platan ber nafnið Black Clouds & Silver Linings og mun koma út 23. júní á þessu ári.
Paul Northfield mixaði plötuna, en hann mixaði líka síðustu plötuna þeirra, Systematic Chaos og Hugh Syme sér um cover plöturnar sem er hér til hliðar en hann gerði það líka á Systematic Chaos og Octavarium.
Þetta er þar að auki önnur platan þeirra sem Roadrunner Records gefa út.
Eins og á síðustu plötunum eru John Petrucci og Mike Portnoy upptökustjórarnir.
Meðlimir Dream Theater, sem hefur verið það sama síðan 1999, eru:

James LaBrie: Söngur
John Petrucci: Gítar og bakrödd
Jordan Rudess: Hljómborð
John Myung: Bassi
Mike Portnoy: Trommur og bakrödd

Lögin á plötunni og lengd þeirra eru eftirfarandi:

1: A Nightmare to Remember 16:10
2: A Rite of Passage 08:35
3: Wither 05:25
4: The Shattered Fortress 12:49
5: The Best of Times 13:07
6: The Count of Tuscany 19:16

Þeir semja allir lögin en Mike Portnoy samdi textana í The Best of Times og The Shattered Fortress(sem er fimmta og síðasta lag Twelve-step Saga-seríunnar meira um það hér)og John Petrucci samdi hina fjóra textana.


Samkvæmt Mike Portnoy er þessi plata
A Dream Theater album with “A Change of Seasons”, “Octavarium”, “Learning to Live”, “Pull Me Under” and “The Glass Prison” all on one album.

Það var gert myndband af laginu “A Rite Of Passage” í lok Mars en ég hef ekki séð það, og er ekki viss hvort það sé komið á netið ennþá.


Hér fyrir neðan er upptaka sem var í útvarpsþátt hjá Eddie Trunk [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3TKge6ziwBI


Hérna er hljóðinu skipt í tvennt svo maður heyrir þetta betra.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pnvy-WwtOcs

Hér fyrir neðan er síðan texti tekinn af blabbermouth.net um hvað bandið mun gera næst:
The band will embark on a world tour in support of the album beginning in Europe throughout June which will be followed by the second edition of the band’s “Progressive Nation” tour featuring ZAPPA PLAYS ZAPPA, PAIN OF SALVATION and BEARDFISH throughout North America in July/August.

Væri snilld ef þeir mundu koma til Íslands en ég sé það ekki gerast.

Hvernig finnst ykkur þetta?
Og svona til að hafa meira umræðu hérna: Hver er uppáhalds platan ykkar með þeim.
Hjá mér er það Images & Words.