Fyrstu hljómsveitir á Eistnaflug tilkynntar Fyrstu hljómsveitirnar sem spila á Eistnaflugshátíðinni á Neskaupstað hafa verið kynntar. Þar ber hæst að nefna hljómsveitina HAM, sem endurtekur nú leikinn frá því í fyrra, enda var þeirra frammistaða framar öllum vonum. Tvær erlendar sveitir ætla einnig að mæta, Tyrant frá Svíþjóð og Actress frá Þýskalandi. Að öðru leyti eru helstu erindrekar íslenskrar rokktónlisar búnar að bætast í hópinn til að mynda, Brain Police, Celestine, DYS, Gone Postal, Sólstafir og fleiri. Fólk er hvatt til að kíkja á eistnaflug.is og kynna sér hljómsveitirnar. Um 30 hljómsveitir munu spila í sumar og verður restin tilkynnt á næstu vikum.