Meshuggah: Hljómsveit sem heillaði mig strax Ég heyrði fyrst í Meshuggah þegar ég var 14 ára gamall í The Osbournes, en þar fékk ég ranga lýsingu á þessu bandi en Jack Osbourne sagði að þetta var dauðarokk frá Norgegi. Mér fannst þetta ekkert sérstakt enda var hljóðið ekki gott(allt í botn og of mikill bassi minnir mig)
Ég heyrði síðan í þeim aftur síðasta sumar hjá bróður mínum en ég hafði heyrt fyrsta lagið sem hann spilaði fyrir mig, Future Breed Machine, á auglýsingu sem ég sá á kvikmynd.is

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=metal&id=2325

Ég ákvað síðan eftir að hafa heyrt hluta af þessari plötu (Destroy Erease Improve) að kaupa mína eigin. Hann Valdi mælti með Chaosphere svo ég keypti hana. Sjaldan hef ég séð jafn þunga plötu. Síðan keypti ég plötuna Nothing og þá var ekki aftur snúið: Aldrei hafði ég vitað um band sem hefur komist svona hratt sem ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum.

En ég ætla nú stuttlega að fara yfir sögu þeirra.

Meshuggah var upprunalega stofnuð árið 1987 af söngvaranum Jens Kidman sem fann nafnið úr Hebresku og merkir brjálaður. Hljómsveitin klofnaðist en var endurstofnuð síðar. Þegar hljómsveitin fór að taka upp sína fyrstu plötu, Contradiction Collapse var röðunin svona:

Fredrik Thorendal: Gítar, bakrödd
Jens Kidman: Gítar, söngur
Peter Nordin: Bassi
Tomas Haake: Trommur

Platan var tekin upp árið 1991

Abnegating Cecity
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ac0KV9kJqlI

Platan hafði miklu meiri áhrif frá thrash metal en nýrra efni þeirra þó að polyrhythmic var í lögunum. Áður an næsta plata þeirra ,Destroy Erease Improve, bættist Mårten Hagström við sem gítarleikari og Jens Kidman fór að einbeita sér eingöngu að söngnum. Platan var ein af áhrifamestu plötum 10. áratugarins en hún kom út 1995. Þó thrash var ennþá mikill áhrifavaldur mátti heyra meiri polyrhythmic og jazz fusion í sumum lögum(Acrid Placidity til dæmis) og ég held að Terminal Illusions sé eina lagið þeirra sem inniheldur synthera.

Future Breed Machine, live á Download Festival, 2005
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PQBv1smlQEU

Á næstu plötu þeirrra, Chaosphere, sem kom út 1998 má heyra að polyrhythminn blandast mikið við thrash, enda voru lögin mjög þung með sérstökum töktum inní 4/4 takta trommana, og þeir gera það á frábærann hátt og er þessi plata sú þyngsta með þeim til þessa dags. Þessi plata hefur frábær lög þó það sem kemur eftir síðasta laginu er algjört rugl, hef bara náð að hlusta á það einu sinni. Á þessari plötu er nýr bassaleikari heitir Gustaf Hielm.

New Millenium Cyanide Christ(Þetta myndband kom fyrst út á Rare Trax sem kom út 2001)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4A_tSyJBsRQ

Næsta platan hét Nothing sem kom út 2002 og er hún uppáhalds platan mín með Images And Words með Dream Theater, Epitaph með Necrophagist og My Arms, Your Hearse með Opeth. Þessi plataði heillaði mig svo ótrúlega mikið þegar ég hlustaði á hana fyrst, og hef oft hlustað á hana síðan, eins og hinar uppáhalds plöturnar mínar. Á verulega erfitt með að lýsa hversu góð hún er. Platan er léttari og hægari en Chaosphere og byggist meira upp á Groove en thrash. Gítarleikararnir byrja líka á þessari plötu að nota 8 strengja gítar og er sá dýpsi F. Þessi plata var endurgefin árið 2006

Rational Gaze

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=EBLjLV8AGIA


2005 kom næsta plata þeirra út sem ber nafnið Catch 33. Gustah Hielm hafði hætt þannig að bandið sáu sjálfir um bassan. Dick Lövgren var fenginn til að spila bassan á tónleikum og gerir það ennþá. Á meðan voru allar trommurnar gerðar með Drumkit from hell sem er trommuforrit. Platan hefur mjög mikinn math-metal jafnvel þótt hún væri borin saman við efni sem hafði komið áður út(finnst mér allavega, hef aldrei hlustað mjög mikið á hana). Þessi plata er góð þó ég fílaði lítið hljóðin sem komu á nokkrum stöðum þó platan(sem er 1 lag skipt í 13 hluta) hefur nokkur af bestu riffum sem Meshuggah hafa gert.

Shed
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YjzIBI3jkKY

Síðan á síðasta ári kom obZen út. Nafnið á plötunni kom eins og Tomas Haake sagði í einu viðtali: “If you haven't figured it out yet, obZen means that mankind has found its ‘zen’ in the obscure and obscene”. Haake var kjörinn besti metaltrommari 2008 af tímaritinu Modern drummer, en hann fékk gríðalega athygli hjá gagnrýnendum með trommuleik sínum í laginu Bleed. Platan inniheldur kraftmeiri(að mínu mati) og ekki eins mikinn math eins og síðasta plata þeirra og er Combustion þá sérstaklega kröftugt, þó það sé ekki líkt hinum lögunum.

Bleed
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qc98u-eGzlc

Meðlimur Meshuggah eru núna eftirfarandi:

Fredrik Thorendal: Gítar, bakrödd, stúdíóbassi
Jens Kidman:Söngur
Mårten Hagström: Rhythm gítar, bakrödd, stúdíóbassi
Tomas Haake: Trommur(Og talar í sumum lögum)
Dick Lövgren: Live bassi


Meshuggah hafa líka gefið út eftirfarandi smáskífur, safnplötu og EP:
Meshuggah(1989, hef aldrei hlustað á hana)
None(1994, var síðan með á endurútgáfu Contradiction Collapse, fyrir utan síðasta lag plötunar)
Selfcaged(1995, hef aldrei hlustað á hana)
The True Human Design(1997, sem inniheldur hið stórgóða lag Futile Bread Machine)
I(2004, eitt 21 mínútna langt lag)
Rare Trax(2001, var að fá hana fyrir stuttu)

Fredrik Thorendal hefur þar að auki gefið út eina sólóplötu sem kom út árið 1997 og ber nafnið Sol Niger Within.
Hér fyrir neðan eru önnur myndbönd sem mér finnst skemmtileg og góð:

Hluti af Sol Niger Within

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=U5YEqmIIdj8

Humiliative, live

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YlUO5t4F1g8

Benzin(Combustion Remix, upprunalega með Rammstein)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=K0FeKSVJM5I

Þetta er band er frábært og ótrúlega miklir frumkvöðlar á sínu sviði, reyndar hef ég ekki mikið í böndum sem polyrhythmic einkenna svona mikið lögin.

Þar með hafið þið sögu Meshuggah og ég vona að þetta hafi verið áhugavert og afsakið stafsetningavillur. Og allar skoðanir eru mitt álit.

sabbath