Brjálað muzik festival var haldið í eyjum um síðustu helgi, 25-27 janúar og tókst með afdæmum vel. Eyjahljómsveitin Made in China óg Tónsmíðafélagið í Eyjum stóðu fyrir festivalinu og var þetta nokkurskonar hardcore, metall kvöld. Fram komu hljómsveitir ein og Andlát, Fake Disorder, Made in China, Heróglymur, ORG, Dauðikross og Castor svo nokkur séu nefnd. Kynnir var Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli (rokkland, poppland) og bauð hann tveimur hljómsveitum að koma og taka upp í hljóðveri RUV í Efstaleiri og voru það hljómsveitirnar Heróglymur og Fake Disorder sem fengu þann bónusinn. En tónleikarnir voru stórskemmtilegur og mikið af efnilegum böndum sem komu fram. Þetta mun verða árviss viðburður í Eyjum og búast tónleikahaldarar við fleirri hljómsveitum og enn meiri skemmtun næsta vetur! Tónleikarnir verða líklega gefnir út á disk þótt ég viti það ekki alveg en það verður príðis eign ef það verður.
Takk fyrir.
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)