Trailer 3 loksins kominn online, örlítið hraðsoðinn sökum mikillar vinnu og lítils frítíma en þetta hafðist, trailerinn er að mestu endurunnin úr trailer 1 og 2 en þó með nýjum aðalatriðum

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tKBO47Yj0S8

http://www.youtube.com/watch?v=tKBO47Yj0S8


Flott grein inná Eistnaflug.is líka:

Eistnaflugsmyndin
Ágrip

Ákveðin hefð hefur ríkt undanfarin ár, að það sé gerð heimildarmynd um hverja Eistnaflugshátíð. Þetta byrjaði sem verkefni hjá Hafsteini Árnasyni í Margmiðlunarskólanum. Video skot í anda Pantera-home videos ásamt tónleikaupptökum voru nýttar sem kynningarefni fyrir trailer á Eistnaflug 2006 hátíðinni. Gunnar Guðbjörnsson, betur þekktur sem Gussi, tók upp þráðinn og slóst með í för á 2006 hátíðinni til þess að skjóta efni. Það efni var svo síðan notað í aðra mynd sem spannar tæpan klukkutíma. Sérstök frumsýning var í kringum myndina ásamt því að hún var gefin út á DVD á Eistnaflugi 2007. Þetta hefur svo verið endurtekið og í ár verður Eistnaflug 2007 frumsýnd.

Eistnaflug 2007

Fyrir þá sem vita ekki um hvað málið snýst er tilgangur myndarinnar að kynna Eistnaflugið. Þetta eru ekki venjulegir tónleikar, heldur svo miklu miklu meira. Áherslan í þessari mynd verður lögð á viðtöl við fjöldan af einstaklingum sem koma hátíðinni við, tónlistarmenn, skipuleggjendur, gestir o.fl. Hinsvegar er home-video þátturinn alltaf á sínum stað og vill undirritaður meina að í þessari mynd hefur hann aldrei verið betri, enda hljóta þeir sem sóttu hátíðina í fyrra að vita að það var mikið um að vera fyrir utan sviðið. Þannig að það mætti segja að Eistnaflugsmyndirnar séu rokk í reykjavík í bland við Pantera home videos. Eistnaflug 2007 verður frumsýnd á Classic Rock sportbar, þann 14. júní og kemur væntanlega út á dvd og verður til sölu á Eistnaflugshátíðinni í ár.

ALLIR að mæta á Classic á laugardaginn ! þetta verður rugl partý


þeir sem vilja sjá hina trailerina þá eru þeir hér:

http://youtube.com/watch?v=BYbnBCsZYXw&feature=related

http://youtube.com/watch?v=qGLNxfDcMFQ&feature=related
Sleepless In Reykjavik