Tónleikaupphitun fyrir Eistnaflug í Norðurkjallara MH Við ætlum að þjófstarta partýinu og vera með smá gigg í Norðurkjallaranum þriðjudaginn 15. Apríl næstkomandi

Tónleikarnir byrja kl 20:00 - og við ætlum að vera stundvís á því - og kostar littlar 500 krónur inn en það er frítt inn fyrir meðlimi nfmh
Þeir sem koma fram eru:RetröN
Blood Feud
Skítur
Muck

RetröN

Ímyndið ykkur tölvuleik um goðsagnaverur, indíána og rambóhnífa.Ímyndið ykkur hljómsveit um tölvuleik um goðsagnaverur, nakta indíána og rambóhnífa. Þannig er Retrön.Tveir gítarguðir sem enginn veit hvað heita ásamt 2000 watta trommara búa til hávaða sem hljómar eins og Lightning Bolt að nauðga Thin Lizzy í ketamínpartýi. Koji Kondo og Thrillhouse áhrif fylla hátíðargesti af föður, syni, og heilögum anda.Retrön eru þegar þetta er skrifað á kafi í upptökum og hljóðblöndun á fyrstu breiðskífu sinni. Hún ber óformlega heitið “Swordplay & Guitarslay” og kemu r út hjá Grandmothers Records. Einnig er sveitin sveitt við undirbúning á stuttum túr til Belgíu og ætti því að vera í ólgandi formi þegar eistu landsmanna fljúga í sumar.

Blood Feud - er www.myspace.com/gatesofmadness

Blood Feud er thrash-metal hljómsveit af gamla skólanum skipuð þeim Böðvari Ólafssyni (gítar/söng), Stefáni P. Bjarnasyni (gítar), Jakob Reynissyni (trommur) og Ingólfi Ö. Hallgrímssyni (bassi). Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 en þeir gáfu út nýlega 4 laga ep plötu sem ber nafnið „Adjustment to the sickest“ og er það frumburður sveitarinnar. Auk þess að hafa gefið út plötu gerðu þeir einnig myndband við titillag plötunnar og má það finna á heimasíðu Blood Feud. Hvað varðar tónlistarsköpun segjast drengirnir draga sín áhrif hljómsveitum á borð við Kreator, Death, Children of Bodom og Motörhead svo dæmi séu tekin.


Muck - www.myspace.com/muckiceland

Hljómsveitin Muck varð til uppúr leifum hljómsveitanna The Oak Society og Brat Pack. Það er hinsvegar engin samnefnari með Muck og upprunnahljómsveitunum. Muck stendur saman af 5, tæplega tvítugum, ólíkum einstaklingum víðsvegar úr Reykjavík. Þeir eru Sigþór Ási Þórðarson(trommur), Karl J. Ställborn(gítar), Indriði Arnar Ingólfsson(gítar), Vilhjálmur G. Kristjánsson (söngur) og Magnús I. Ágústsson(bassi). Aldrei þessu vant, þá varð hljómsveitin til útfrá nafinu einu og sér. Nafnið Muck á rætur sínar að rekja allt til seinni heimsstyrjaldarinnar. Muck er svartur jarðvegur, fínkornóttur með þá eiginleika að geta sjálf-brunnið neðanjarðar svo mánuðum skiptir. Stefnan var því sett í allt aðra átt en það sem strákarnir höfðu verið að gera áður. Tónlist Muck á vel við upprunna nafngiftarinnar, um er að ræða einskonar samsuðu með níðþungu sludge, crust með keim af harðkjarna. Orðið „sleggjurokk“ á því vel við þar sem að hlusta á Muck er eins og að vera laminn með logandi sleggju í andlitið. Textarnir bera vott um andkristni, níhilisma og almennt hatur á því óréttlæti sem gengur í samfélaginu í dag. Drengirnir segjast helst hlusta á hljómsveitir á borð við Breach, Neurosis, Converge, ISIS og Psyke project, en nefna þó að það sé ekki endilega þær hljómsveitir sem hafa áhrifin á tónlistarsköpun þeirra. Þar sem Muck er það ung hljómsveit, stofnuð í september 2007, þá eiga þeir ekkert útgefið efni enn sem komið er, en stefnt er að því að upptökur hefjist fljótlega og útgefið efni lítur dagsins ljós með haustinu. Það er okkar trú að Muck er eitt efnilegasta band Íslands í jaðarsenunni. Með tíð og tíma hefur þetta band alla burði til þess að vera leiðandi hljómsveit í íslensku þungarokki.

Skítur

- http://www.myspace.com/skitur
c/p af mæspeisinu
The band Skítur was formed by Óli(drums), Arnór(guitar) and Todo(bass). Since it’s establishment there has been a couple of changes in the line-up. Todo took control of the Microphone when Jón Örn (our old singer) decided to back down from the music-makin’-business and Jón (Kristján Páll Kristjánsson) took Todo’s place and began strangling the bass. Later we decided that we had to have two guitar players, so Jón (Kristján Páll Kristjánsson) moved his strangling technique on to the guitar and Kobbi was enlisted to play the bass. We play hardcore music, heavy, fast, you name it. But how to pinpoint the actual word for this kind of music? We think “death-metal-skull-chaos-grindcore” pretty much sums it up.


Allur peningur sem safnast af þessu giggi rennur beint í framleiðslu á Eistnaflugsmyndini '07 (sem er klárlega toppurinn á íslenskri kvikmyndagerð síðan Blossi) Ergo, því fleiri sem mæta og borga því fyrr kemur myndin út