Heimasíðan dordingull.com og allt sem henni fylgir (Harðkjarni, Taflan og fleira..) á afmæli í dag 23.mars. Það var fyrir 9 árum síðan sem ég ákvað að stofna vefsetrið dordingul með þeirri von að láta bera meira á Íslenskri rokk tónlist. Ég held að áætlunarverkið hafi tekist nokkuð vel, en verkinu er langt frá því lokið og vona ég að áframhald verði á þessarri starfssemi á komandi ári. Enn er verið að vinna að einföldu harðkjarna (ný síða, sama innihald) og allskonar nýjungum sem því fylgir. Haldið verður upp á þessi 9 ár í fyrsta hluta Hrynjanda sunnudagskvöldið 23. mars (Páskasunnudag sjálfan!) með smá upprifun á árinu 1999.

Kær kveðja,
Sigvaldi Ástríðarson
Stofnandi og rekandi dordingull.com
dordingull.com